Skip to content

Month: September 2021

Hlutleysi er kjaftæði

Guðspjall dagsins fjallar um lækningu. Um það þegar Jesús reisir tengdamóður Símonar á fætur er hún liggur með sótthita og í framhaldi segir frá því þegar menn færðu til hans alla þá sem sjúkir voru og haldnir illum öndum og Jesús læknaði marga er þjáðust af ýmsum sjúkdómum og rak út marga anda en illu öndunum bannaði hann að tala því þeir vissu hver hann var.

Og hér stend ég hárlaus í prédikunarstól, rúmlega hálfnuð með lyfjameðferð og að þjóna í minni fyrstu messu í langan tíma og þetta er guðspjallið………Og svo efast menn um heilagan anda. Heilagur andi er leið Guðs til að hjálpa okkur að styrkja okkar eigin trú og samferðarfólks okkar. Þegar við upplifum sem dæmi hrifnæmi, hrífumst af fallegri náttúru, heillandi fólki, fagurri tónlist og listsköpun, verðum gagntekin af töfrandi en þó algengum andartökum eins og þegar ungabarn hjalar eða brosir eða þegar kotroskin krakki segir … Lesa meira