Við lifum í lausnamiðuðum heimi. Ef eitthvað er að þá er eitthvað hægt að gera. Við eigum tækni, lyf og alls kyns verkfæri til að leysa ótrúlegasta vanda. Eina sem ekki er hægt að leysa nú frekar en áður er sorgin. Þó detta sumir í þá gildru að kalla eftir skyndilausnum, þá helst þeir sem standa álengdar og finna til vanmáttar að geta ekki komið til hjálpar. Oft hef ég fengið upphringingar frá vinum og nágrönnum syrgjandi fólks með ákall um hvort ekki sé eitthvað hægt að gera, setningin „þau verða að fá einhverja áfallahjálp“ hljómar þá oft eins og „það verður að skera manneskjuna upp og taka meinið“. Áfallahjálp og sorgarsálgæsla er hins vegar ekkert annað en samfylgd á göngu sem enginn veit hvað varir lengi. Þess vegna líður manni aldrei eins og reddara eða hetju í hlutverki sálgætisins, ekkert gifs, engin verkjalyf og heldur engin orð sem geta … Lesa meira
prestur