Skip to content

Month: March 2020

Elskaðu mikið, elskaðu meira

Við lif­um í lausnamiðuðum heimi. Ef eitt­hvað er að þá er eitt­hvað hægt að gera. Við eig­um tækni, lyf og alls kyns verk­færi til að leysa ótrú­leg­asta vanda. Eina sem ekki er hægt að leysa nú frek­ar en áður er sorg­in. Þó detta sum­ir í þá gildru að kalla eft­ir skyndi­lausn­um, þá helst þeir sem standa álengd­ar og finna til van­mátt­ar að geta ekki komið til hjálp­ar. Oft hef ég fengið upp­hring­ing­ar frá vin­um og ná­grönn­um syrgj­andi fólks með ákall um hvort ekki sé eitt­hvað hægt að gera, setn­ing­in „þau verða að fá ein­hverja áfalla­hjálp“ hljóm­ar þá oft eins og „það verður að skera mann­eskj­una upp og taka meinið“. Áfalla­hjálp og sorg­arsál­gæsla er hins veg­ar ekk­ert annað en sam­fylgd á göngu sem eng­inn veit hvað var­ir lengi. Þess vegna líður manni aldrei eins og redd­ara eða hetju í hlut­verki sál­gæt­is­ins, ekk­ert gifs, eng­in verkjalyf og held­ur eng­in orð sem geta … Lesa meira

Öll saman á Golgata

Páskafastan hefur heldur betur hlotið nýja merkingu í ár. Sjövikna fastan sem hefst á öskudegi og stendur fram á páskadag er tíminn þar sem kristnu fólki er ætlað að búa sig undir það lán að fá að fæðast að nýju á páskum. Föstutímann á kristin manneskja að nota til að endurhugsa líf sitt og hlusta betur eftir hinum raunverulegu lífsgæðum og tileinka sér þau betur en áður, sem sagt gæðunum sem að Jesús frá Nasaret lagði aðal áherslu á. Þau myndu í stuttu máli vera þessi: Að hlúa að öllu sem lifir. Að elska Guð í mönnum, dýrum og náttúru.

Sú páskafasta sem nú stendur yfir býður raunar ekki upp á aðra möguleika en þá að hlúa að sköpunarverkinu, í ár er sum sé ekki um margar leiðir að velja. Aðrir hlutir og dauðir hlutir, verða víst að mæta afgangi vegna þess að nú geysar veira sem ógnar mannslífinu um … Lesa meira

Snerting á tímum kórónaveiru

Við eigum eftir að læra heilmikið af þessari kórónaveiru og uppgötva ýmislegt sem varpar ljósi á allt hið þakkarverða í okkar daglega lífi. Eitt það fyrsta sem mér dettur í hug er snertingin. Snerting segir svo margt, oft miklu meira en talað mál. Um helgina hef ég þjónað við tvær litlar skírnarathafnir þar sem fjölskyldur hafa komið saman til að fagna nýjum fjölskyldumeðlim og allri þeirri ást og þeirri gleði sem eitt lítið barn ber inn í heiminn. Þá er auðvitað mjög skrýtið og erfitt að mega ekki snertast, geta ekki faðmað foreldrana að athöfn lokinni, ömmurnar og afana og alla sem eru fullir af einlægum tilfinningum við stund sem er svo langt frá því að vera sjálfsögð, stund sem er svo máttug í varnarleysi barnsins. Maður er aldrei jafn glaður en um leið biðjandi eins og við skírn ungbarns. Þá er líka svo skrýtið að þegar ekki má snertast … Lesa meira

Exit á djöfulinn

Hefurðu veitt því eftirtekt þegar fólk talar um einhvern sem er kannski nýlátinn og hefur á orði að viðkomandi hafi verið yndisleg manneskja sem hafi þó ekki alltaf átt auðvelt líf eða jafnvel mjög erfitt? Þannig má ráða af samhengi orðanna að það sé til marks um mikla mannkosti og styrk að geta verið gefandi og góð manneskja, jafnvel þótt lífið hafi farið óblíðum höndum um mann. Ég hef raunar staðið sjálfa mig að því að tala um fólk í þessu samhengi, tekið sérstaklega fram að hinn látni hafi  verið einstakur þrátt fyrir sínar miklu raunir. Ef ég hins vegar rýni betur í hugsunina sé ég fljótt að hæglega megi snúa henni upp í það að fólki ætti kannski að leyfast að vera frekar andstyggilegt hafi það lifað mikinn sársauka. Hljómar þó frekar fjarstæðukennt, ekki satt?

Norsku sjónvarpsþættirnir Exit hafa vakið mikla athygli undanfarið og verið til sýningar í ríkissjónvarpinu … Lesa meira