Skip to content

Month: April 2019

“Þetta er hrein ást”

Þessi páskahugleiðing var skrifuð á föstudaginn langa. Ef til vill finnst einhverjum skrýtið að velja þann dag til að hugleiða lífið og upprisuna en mér finnst það ekki,  mér finnst eiginlega enginn dagur á árinu jafn góður til að hugleiða og fagna lífinu eins og föstudagurinn langi.

Í huga mínum er upprisa frelsarans Jesú Krists hin hreina, sanna ást. Ástin getur nefnilega verið hálfgert kamelljón, ástin getur verið grunn og heimsk, eigingjörn og sjálfhverf. Ástin getur líka verið þroskaþjófur þegar  hún er hrædd, kvíðin og stjórnsöm. Ástin getur verið óvægin og köld, þegar hún er ekki endurgoldin. Ástin ein og sér sigrar ekki allt, aðeins ást upprisunnar fær sigrað allt og dauðann líka.

Í liðinni viku stóð ég við opna kistu vinkonu minnar sem lést á miðjum aldri úr krabbameini. Við stóðum þarna fjórar yfir henni, ég og dætur hennar þrjár. Um morguninn höfðu þær farið upp í kapellu að … Lesa meira

Hjartað er lygamælir

Ég hef nú oft sagt frá því bæði í ræðu og riti að þegar ég fermdist árið 1992 hafi ég fengið Íslendingasögurnar að gjöf frá foreldrum mínum. Það þótti að vonum nokkuð sérstakt að fjórtán ára gamall unglingur hefði svo brennandi áhuga á fornsögunum íslensku að hann væri tilbúinn að fórna því að fá hugsanlega hljómflutningsgræjur, rúm eða reiðhjól frá þeim sem stærstu gjafirnar gefa á tímamótum sem þessum. Ég var auðvitað svolítið skrýtinn krakki og allt það í jákvæðri merkingu þó, þannig að ég held að vinir mínir og jafnaldrar hafi nú ekkert kippt sér neitt sérstaklega upp við þessa sérvisku mína.

Það sem ég hef hins vegar ekki greint frá varðandi gjöf foreldra minna og opinbera því fyrst núna er að ég hef aldrei opnað þessar bækur, ekki lesið stafkrók í þeim. Ég las að vísu Gísla sögu Súrssonar í tíunda bekk eins og aðrir grunnskólanemar og Njálu … Lesa meira