Skip to content

Month: November 2017

Ég finn þinn anda

 1. Eigum við að fæðast til að deyja
Drottinn minn?
Er lífsbaráttan virði þess að heyja
Drottinn minn?
Er eilífðin þá búin til úr von?
Sem fengin er í samfylgd við þinn son

2. Ég bið þig Guð að vaka mér við hlið
hér í nótt
svo angist mín og reiði
hverfi skjótt
hér í nótt ég finn þinn anda nálgast
huga minn hann strýkur blítt um vanga mér og kinn

3. Í tárum þínum vakir okkar líf
mundu það
í hjarta þínu skjól okkar og hlíf
mundu það
hver snerting sem við áttum helg og sönn
mun hugga þig og styrkja’ í dagsins önn

4. Jesús vísar veginn
vittu til
trú þín sigrar beyginn
vittu til
er degi hallar, sólin kveður hljótt
er Guð að skapa ljós úr kaldri nótt
Lesa meira

Bréf til Jesú

Kæri frelsari Jesús Kristur frá Nasaret í Galíleu.

Á þjóðhátíðardaginn fyrir tæpum fjörutíu árum var ég færð til skírnar við fjölsótta fermingarathöfn í Laufáskirkju við Eyjafjörð. Presturinn var pabbi minn og eitt fermingarbarnanna systir mín. Mér skilst að dagurinn hafi verið sólríkur og fagur, himininn heiður og blár og fermingarbörnin ábúðarfull og stillt þótt systir mín hafi reyndar vafið einhverjum brúnum tuskulörfum um flétturnar sínar tvær rétt áður en krakkaskarinn lagði af stað til kirkju, enn eru því áhöld um hvort mamma hafi fellt tár vegna hárgreiðslu fermingabarnsins eða af djúpri lotningu er skírnarbarnið var vatni ausið og fært í þitt örugga fang elsku Jesús minn. Að minnsta kosti og burtséð frá tískuslysi systur minnar tókstu þarna við mér og gafst mér hlutdeild í upprisu þinni. Fyrir það verð ég ekki bara ævinlega þakklát heldur raunar þakklátari eftir því sem árin líða.

Þú manst kannski Jesús að ég var með … Lesa meira

Af hverju að skíra börn?

Í fjölmenningarsamfélagi er eðlilegt að skírnarathöfnum fækki, samfélag okkar er litríkara en áður og ekkert nema gott um það að segja, tækifærum til heimóttarskapar fer sem betur fer fækkandi eftir því sem heimurinn opnast meir og minnkar um leið. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af afdrifum barna sem ekki eru skírð þau eru jafn elskuð og örugg og hin. Skírnin er gjöf frá Guði sem við höfum bara frjálst val um að þiggja.

Í okkar samfélagi tíðkast að ungbörn séu skírð að ósk foreldranna sem sömuleiðis ákveða hvað þau borða, hverju þau klæðast og hvenær þau fara í svefn. Í mínum huga er skírnin yfirlýsing um að barnið sé nóg í augum Guðs þar sem það hvílir við skírnarlaugina í faðmi ástvina sinna. Að hvítvoðungurinn sem engu hefur áorkað öðru en því að fæðast í heiminn sé eins merkilegur í augum Guðs og öldungurinn sem unnið hefur … Lesa meira