Skip to content

Month: March 2019

Líf eftir skilnað

Mikið óskaplega er nú gott að maður skuli ekki geta séð inn í framtíðina, ég hef raunar aldrei skilið þörf fólks fyrir  að láta spá fyrir sér, ef það er eitthvað sem lífið hefur nú þegar kennt mér er að það er mikil blessun að þekkja ekki morgundaginn. Samt á maður alltaf að gera ráð fyrir morgundeginum og það sem meira er, gera ráð fyrir að hann verði býsna góður, sú von bætir nefnilega daginn í dag  sama hvernig hann nú annars er. Sautján ára gömul kærasta sonar míns spurði mig á dögunum hvort það væri ekki vont að fæða barn, ég hugsaði mig um, horfði í sautján ára augu hennar og svaraði „ ekki svo mjög því sársaukinn hefur jákvæðan tilgang.“  Svar mitt var auðvitað hvít lygi, allar konur sem fætt hafa barn vita að það er engin spameðferð að þrýsta heilli manneskju út um klofið á sér, nákvæmlega … Lesa meira