Skip to content

Month: November 2015

Ég er Frosti og Máni kirkjunnar

Ég er alltaf að bíða eftir því að Guð segi mér að gera eitthvað annað en að vera prestur. Ástæðan fyrir því að ég fór í guðfræði á sínum tíma og tók vígslu var eiginlega sú að ég hélt að ég gæti ekki neitt annað. Ég var svo sem ekkert námsséní í menntaskóla, afleit í raungreinum og bara svona meðal í öllu hinu. Fékk að vísu alltaf hátt í dönsku, en hverjum er ekki sama. Það voru heldur ekki foreldrar mínir sem hvöttu mig til að fara út í prestskap, ég var ekkert að gera stóra hluti þegar ég fylgdi pabba eftir í hans embættisverkum, spilaði reyndar einu sinni á fiðlu í sunnudagaskóla á Svalbarðseyri og uppskar meira fliss en aðdáun. Þegar ég var nývígð 27 ára gömul og reyndi að ganga í prestaskyrtu innan um annað fólk leið mér alltaf svolítið eins og ég hefði orðið eftir við dimmiteringu … Lesa meira

Að skapa úr nóttu nýjan dag

Að elska er að skapa úr nóttu nýjan dag.
Draga gardínur frá glugga, breiða teppi yfir sæng
búa um rúm, hita kaffi
veiða fisk úr frosti.
Kveikja á barnatímanum, slökkva á útvarpinu
Smyrja kæfubrauð og festa í filmu.
Sjóða hafragraut, kyngja lýsi
og kúgast.
Blanda grænan drykk
“mamma er þetta geimverulýsi”?
Hugsa til kvöldsins
„á að steikja fiskinn eða baka?“
Kyssa bless, vera hress.
Hita bílinn, hlusta á Léttbylgjuna, skafa rúðu með geisladisk
til stuðnings gigtveikum
“ekki reynist frostið það, svo mikið er víst.”
Koma heim
borða fisk með ástvinum og tómatsósu.
Horfa á fréttir og Kastljós
Draga niður gardínur,
Pissa
elskast
kyssast
hin heilaga þrenning mannkyns.
Bjóða góða nótt
samlagast myrkrinu
Í draumi um nýjan dag
nýtt ljóð og nýjan hafragraut
Því hver vill lifa daginn í gær, lesa gömul ljóð og borða kaldan hafragraut?
Að elska er skapa úr nóttu nýjan dag ( HEB)… Lesa meira

Sanngjarnt þjóðfélag er öruggara þjóðfélag

Ungur maður spurði mig á kaffihúsi þar sem við sátum og sötruðum okkar Latte hvernig við gætum alið drengina okkar upp þannig að þeir verði ekki nauðgarar? Þetta var býsna stór spurning en sá ungi er fjölmiðlamaður og því vanur að þurfa að spyrja krefjandi spurninga. Ég er auðvitað ekki alvitur þó ég hafi vissulega gælt við þá hugmynd þegar ég var sirka 10 ára, svo þetta er mitt svar: Ekki einu sinni Jesús hefur getað alið börn sín upp á svo fullkominn máta að þau gerist ekki sek um að meiða og særa, ekkert foreldri hefur alla þræði í hendi sér þegar kemur að því að ala upp annan einstakling, sumir þræðir verða okkur alltaf ósýnilegir. Ofbeldi er í eðli sínu hungur, sá eða sú sem fremur ofbeldisverk lifir við einhvers konar skort, skort á heilsu, skort á samkennd með sjálfum sér og öðrum, skort á viðurkenningu og athygli, … Lesa meira

Af hverju trúi ég?

Í heimspekinni lærði ég það að við ættum aldrei að fullyrða hvort eitthvað sé til eða ekki til nema að gá að því fyrst. Ef ég fer inn í fatabúð og sé þar fallegan kjól sem er í stærð small, stærð sem ég hef ekki notað síðan um fermingu og ég spyr afgreiðslumanninn hvort hann eigi kjólinn í large og hann neitar án þess að kanna lagerinn þá fer ég út úr búðinni með þá tilfinningu að kjóllinn gæti verið til, kjóllinn sem hefði gert svo mikið fyrir mig á árshátíð Prestafélags Íslands sem verður haldin einhvern tímann.
Ef afgreiðslumaðurinn ( karl/kona) hefði farið bak við og leitað af sér allan grun þá væri ég sáttari. Hins vegar er sumt sem ekki er beinlínis hægt að sannreyna með því einu að gá, til dæmis það hvort Guð sé til, þess vegna segi ég aldrei “Guð er til” heldur “ég trúi … Lesa meira