Skip to content

Að skapa úr nóttu nýjan dag

Að elska er að skapa úr nóttu nýjan dag.
Draga gardínur frá glugga, breiða teppi yfir sæng
búa um rúm, hita kaffi
veiða fisk úr frosti.
Kveikja á barnatímanum, slökkva á útvarpinu
Smyrja kæfubrauð og festa í filmu.
Sjóða hafragraut, kyngja lýsi
og kúgast.
Blanda grænan drykk
“mamma er þetta geimverulýsi”?
Hugsa til kvöldsins
„á að steikja fiskinn eða baka?“
Kyssa bless, vera hress.
Hita bílinn, hlusta á Léttbylgjuna, skafa rúðu með geisladisk
til stuðnings gigtveikum
“ekki reynist frostið það, svo mikið er víst.”
Koma heim
borða fisk með ástvinum og tómatsósu.
Horfa á fréttir og Kastljós
Draga niður gardínur,
Pissa
elskast
kyssast
hin heilaga þrenning mannkyns.
Bjóða góða nótt
samlagast myrkrinu
Í draumi um nýjan dag
nýtt ljóð og nýjan hafragraut
Því hver vill lifa daginn í gær, lesa gömul ljóð og borða kaldan hafragraut?
Að elska er skapa úr nóttu nýjan dag ( HEB)

Published inPistlar