Skip to content

Month: August 2016

Við erum öll vanrækt börn

Að vandlega ígrunduðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að djöfullinn sé  ekki til. Ég held að í heiminum sé engin illska, bara hungur. Ég held að Guð hefði aldrei skapað heim sem þar sem illskan er náttúrulögmál líkt og fæðing og dauði. Ef illskan væri náttúrulögmál þá hefði samviska okkar ekkert gildi og dygðirnar væru í besta falli hentugt skraut á terturnar sem við munum snæða hér upp í Hólaskóla á eftir. Illska þessa heims er vanræksla og hungur sem við höfum tækifæri til að bregðast við og um það fjallar þessi prédikun.

Þegar minnst er á vanrækslu dettur okkur fyrst börn í hug enda oftast talað um vanrækt börn en ekki vanrækta karlmenn og konur. Þó er það nú svo að öll erum við á einhvern hátt börnin sem við eitt sinn vorum, barnið býr innra með okkur allt lífið og brýst fram á gleði jafnt sem … Lesa meira