Skip to content

Month: December 2017

Og bara ein spurning.

Stundum þarf bara eina spurningu eins og þá sem útvarpsmaðurinn bar fram á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og til verður heil ræða. Spurningin varðaði það hvernig við gætum tekist á við gráan hversdagsleikann eftir að hafa notið birtu jólanna og hátíðleikans sem umlykur okkur í desembermánuði. Svar mitt við spurningu útvarpsmannsins var í stuttu máli það að jólin ættu í raun að vera grundvöllur hversdagsleikans allan ársins hring. Jesús tjaldaði ekki til einnar nætur hér á jörð þótt hann hefði skamma viðveru í Betlehem forðum. Þess vegna á boðskapur jólanna um frið og kærleika og samkennd að vera undirtónn hvers dags sem við lifum. Ég er stundum spurð að því sem prestur hvort það sé ekki óvenju mikið að gera hjá mér um jól og fylgir þá spurningunni jafnan sá hljómur að það hreinlega hljóti að vera, svar mitt kemur því mörgum á óvart því sannleikurinn er sá … Lesa meira

Bernskan þín og bernskan mín

Þegar ég var lítil stelpa átti ég mitt eftirlætis jólaskraut sem var Betlehem í glansútgáfu. Hrönn heitin móðursystir mín kom með það um miðja síðustu öld alla leið frá Ameríku og gaf fjölskyldunni. Ég man að við upphaf aðventu setti mamma upp nokkra jólasveina sem pabbi hafði föndrað úr efni sem fékkst í verslun sem mig minnir að hafi heitið Kompan og var til húsa hér í Skipagötu á Akureyri. Jólasveinarnir stóður á arinhillunni alla aðventuna eins og upphitunarband fyrir stórhljómsveit en svo var það ekki fyrr en á Þorláksmessu þegar hinn sætkenndi rjúpnailmur blandaðist hátíðartóni Bjarna Þorsteinssonar úr barka föður míns að Betlehem var sett á sinn stað. Fjárhúsið var búið til brúnum tekkvið sem hefur eflaust verið vinsæll í innanhússhönnun um miðbik tuttugustu aldar og inn í það var þeim Maríu og Jósep troðið sem og einu lambi, asna og örsmáu Jesúbarni í jötu. Jósep var klæddur hversdagslegum … Lesa meira

Vögguvísa Maríu

Sólin hneig til viðar hægt og hljótt
í Betlehem bauð dagur góða nótt
vindur úti grætur
kveður angurljóð
af himni berast hirðum boð, þeir líta stjörnuglóð

Þann ástaróð, söng móðir góð, um jól
og reifum vafði son sinn og bað
að heimur yrði nýr
og næturvindur hlýr
úr augum barns skein friður, von og trú

Rökkrið var víst feimið þetta kvöld
stjarnan skein og englar tóku völd
vitringar á ferðum
gjafir báru þeir
í fjárhúskofa vöktu glaðir, foreldrarnir tveir

Frelsari er fæddur, köld var nótt
og hjarta mannkyns barðist títt og ótt
sú ógn sem lá í leyni
bar sitt beitta sverð
en barnsins sál, víst sagði satt, þið eruð elskuverð

höf Hildur Eir Bolladóttir… Lesa meira

“Hann mun lifa” – jólasaga

Yfir henni er guðdómlegur friður, andlitsdrættirnir lausir undan þjáningum undangenginna daga, hendurnar hvíla niður með síðum, þessar hendur sem hafa í raun viðhaldið lífi mínu, umvafið börnin okkar, hnoðað í brauð. Hendurnar sem spenntu greipar með börnunum okkar í bæn á hverju einasta kvöldi. Á baugfingri ber hún giftingarhringinn sem setið hefur fastur í meira en hálfa öld, eftir að börnin fæddust náði hún honum aldrei af en ég man hvar hún stóð stundum við eldhúsvaskinn og pillaði brauðdeigið af honum af mikilli nákvæmni, nuddaði hringinn sápu og þerraði með viskastykki, alltaf hlýnaði mér við þessa sjón. Ég vissi að hringurinn minnti hana á heitin okkar forðum, ég var hennar og hún mín og aldrei virtist það trufla hana að ná honum ekki af, nú fer hringurinn með henni í kistuna, partur af mér með henni inn í sjálfa eilífðina. Unglæknirinn gengur hljóðlega inn til okkar, varfærinn og hátíðlegur, það … Lesa meira