Skip to content

Month: July 2021

Sonur minn

Ég á nítján ára son sem heitir Haraldur Bolli oftast kallaður Halli Bolli. Ég á líka annan son sem heitir Jónatan Hugi og er þrettán ára, stundum kallaður Ljónshjarta af mömmu sinni, en þessi pistill er ekki um hann, Jónatan á eftir að fá sinn pistil síðar en stundum hef ég útskýrt fyrir sonum mínum að þó ég hæli öðrum þeirra þýði það ekki að ég sé ekki jafn stolt af þeim báðum. Ég er reyndar svo montin af þeim báðum að ég þarf frekar að stramma mig af til að koma þeim ekki í vandræðalegar aðstæður, en það er önnur saga.

Af mörgum ástæðum er ég montin af Halla Bolla mínum en þessi pistill fjallar hins vegar um það hvað mér finnst magnað og merkilegt að hann hafi af eigin frumkvæði sótt um og fengið starf við umönnun aldraðra og sjúkra á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Og nei það … Lesa meira