Skip to content

Month: September 2014

Að vera “trúari”

Hefurðu spáð í hvað samskipti hjóna eða para hafa ólík en oft mikil áhrif á þig sem ert þeim nærri? Sum pör eru alltaf hátt uppi í hrifningu sinni á hvort öðru og virðast leitast eftir því af fremsta megni að sanna fyrir heiminum að þau sé brjálæðislega ástfangin, maður samgleðst þeim en skilur samt ekki af hverju þau geti ekki bara slakað á, þau eru búin að finna hvort annað og það er það sem skiptir máli. En svo eru önnur pör sem leggja sig fram um að vera gremjuleg og pirruð við hvort annað og leita jafnvel stuðnings þeirra sem eru í kringum þau, nota tækifærið til að varpa neikvæðu ljósi á makann á meðan einhver vitni eru að því eins og það sé leiðin til að vinna úr óuppgerðum sársauka og vonbrigðum. Þú mátt alls ekki misskilja mig með ástföngnu pörin, það gleður mig mjög að vera … Lesa meira

“Stökktu yfir hestinn”

“Jæja Hildur mín stökktu nú yfir hestinn, svona láttu nú bara vaða, þú getur þetta.“ „Er það skylda?” spyr ég með skjálfandi röddu og horfi á alla hina krakkana í bekknum sem eru flest einum fimmtán kílóum léttari en ég, sumar stelpurnar jafnvel tuttugu. Það gerðist eftir að ég uppgötvaði ristað brauð með smjöri og rabbabarasultu og fannst dálítið fín hugmynd að borða kannski fjórar sneiðar í staðinn fyrir tvær. „Já, það er skylda og nú lætur þú bara  vaða  Hildur Eir“, segir Guðrún íþróttakennari og horfir á mig hvössum augum, varirnar bera gamal gróinni festu glöggt merki, þessi íþróttakennari er með svo langar fætur að hún veit ekki einu sinni hvað það er að stökkva, hún gæti hæglega klofað yfir hestinn þannig að ég er ekki líkleg til að kveikja nokkra samúð hjá henni.  Ég er 10 ára og ég hata íþróttir og ég veit að nú er engin … Lesa meira

Flugpresturinn

Sumir halda að preststarfið sé eitthvert óvenjulegasta starf í heimi. Sjálf hef ég stundum gælt við þá hugmynd eftir daga þar sem ég hef haft aðkomu að svo ólíkum atburðum og tímamótum í lífi fólks að ég veit varla hvort ég er á mála hjá jólasveininum eða Jesú. Að vísu eiga þeir það báðir sameiginlegt að vera gjafmildir þó að jólasveinninn sé nú heldur veraldlegri í hugsun. Það sem ég á við er að preststarfið er svo fjölbreytt að það rúmast illa innan ákveðins ramma, sem málverk væri það hugsanlega fest á blindramma. En getur ekki verið að fleirum líði svona gagnvart sínu starfi? Erum við ekki öll á einhvern máta að gegna óvenjulegum störfum sem hafa oft teygjanlegan ramma? Og ef betur er að gáð sjáum við þá ekki ýmis líkindi með störfum hvers annars þó burðarverkið sé e.t.v. ólíkt?

Þegar ég fer að íhuga málið betur þá skýtur … Lesa meira

Hjónabandið er löber

Ég átti eitt sinn samtal við bráðskarpa og skelegga konu sem á langt hjónaband að baki og stóran afkomendahóp. Við stóðum frammi fyrir sameiginlegu verkefni en í því verkefni kom fjölskyldulíf okkar beggja til tals „ Æ Hildur ég nenni ekki að vera að tala við fjölmiðla um mitt hjónaband, hvað ætti ég svo sem að segja? Við hjónin höfum bara böðlast þetta  áfram eins og öll önnur hjón.“ Orðalagið var mjög í takti við persónuna sem er ákveðin og hreinskilin en líka æðrulaus enda hefur hún hefur reynt það með ótímabærum ástvinamissi að lífið er ekki sjálfsagt. Þegar hún hins vegar orðaði þetta svona með hvatskeytslegum hætti þá sprakk ég úr hlátri þó við hefðum auðvitað verið að ræða grafalvarlegt mál. Síðan þá hefur þessi setning setið eftir í huga mér „ að böðlast áfram.“ Og einhvern veginn þykir mér alltaf meira og meira vænt um hana, hefði hún … Lesa meira

Geðheilbrigði þjóðar

Þegar ég fæddi frumburðinn minn fyrir 12 árum síðan var það mér gríðarlegt kappsmál að þiggja engin verkjalyf í fæðingunni og tilkynnti það meira segja mjög hátíðlega um leið ég steig inn fyrir  þröskuldinn á Landspítalanum, samt vissi ég nákvæmlega ekkert út í hvað ég var að fara. Það sem ég hef verið drjúg á svipinn alveg þangað til að fæðingarlæknirinn þræddi einskonar heklunál upp fæðingarveginn til að sprengja belginn og hríðarnar skullu á taugakerfinu eins og norðlenskur vetur á þorra með svo þykku myrkri að það veldur stundum yfirþyrmandi innilokunarkennd. Drengurinn fæddist með fjörutíu sentimetra í höfuðmál og ég man að það heyrðist bældur taugaveiklunarhlátur frá ljósmóðurinni um leið og hún mundaði málbandið. Þegar ég horfi á fallega unglinginn minn í dag fæ ég næstum kjánahroll yfir þeim metnaði mínum að hafa fætt hann án deyfingar eða verkjalyfja eins og það væri meginmálið en ekki sú staðreynd að ég … Lesa meira

Umhyggja

Eitt það besta við að hafa verið í samtals fjórum grunnskólum um ævina er að ég get hæglega talað nafnlaust um kennara og nemendur án þess að hægt sé að rekja frásagnir til föðurhúsanna, þeir sem voru á staðnum geta hugsanlega lagt saman tvo og tvo en það gætu þeir hvort eð er gert án minnar hjálpar. Nú var ég ekki það sem kallað er fyrirmyndarnemandi heldur meira svona fyrirferðarmikill nemandi. Ég var ekki afburðarnámsmaður en átti samt svona góða spretti hér og hvar, m.a. við ritgerðarsmíðar. Mér tókst t.d. að vera rekin úr vélritun og heimilisfræði en af sitthvorri ástæðunni, vélritun var mér gert að yfirgefa sökum skorts á samhæfingu handa en úr heimilisfræði vegna þess að ég missti óvart heilan saltstauk ofan í pott af mjólkurgraut sem var einmitt grauturinn sem kennarinn fékk að smakka við borðhaldið í lok tímans, ótrúleg óheppni.

Ég var líka næstum því rekin … Lesa meira