Skip to content

Month: December 2021

Laddi, Bó og barnið

Ég hef ákveðið að gera stóra og hugsanlega afdrifaríka játningu sem gæti gjörbreytt hugmyndum fólks um þann menningarvita sem ég hef hingað til reynt að vera. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég er týpan sem stilli á jólastöðina í útvarpinu um miðjan nóvember og hlusta á hana í bílnum hvert sem ég fer þar til jólin kveðja og stöðin með og þetta hef ég gert í mörg herrans ár. Ég leyfi jólastöðinni að umvefja mig með gömlu jólapoppi frá æsku minni, Ladda að syngja „Snjókorn falla“ og Björgvin og Svölu með sína dúetta og Chris Rea með „Driving home for christmas“ og þannig mætti lengi telja. Ég stilli ekki á þessa stöð í von um að heyra nýjustu jólalögin heldur einmitt þessi gömlu sem hafa fylgt mér frá bernsku jafnvel þótt mörg hinna nýju séu stórgóð og fallega flutt. Þegar ég stilli á jólastöðina er ég nefnilega ekki … Lesa meira