Skip to content

Month: July 2015

Druslugangan

Druslugangan er magnað fyrirbæri, það er fátt jafn fallegt og þegar fólk sameinast með sín andlit, sérkenni og sögu til þess að segja með og án orða að þrátt fyrir margbreytileikann getum við sameinast um lífgefandi gildi eins og kærleika, réttlæti, virðingu og sanngirni. Gay pride eða Gleðigangan er annað dæmi um slíkan gjörning. Ég hef fylgst svolítið með undirbúningi Druslugöngunnar og lesið nokkra pistla sem fjalla um hana og ástæður hennar, í öllum þessum skrifum eru skilaboðin skýr, ofbeldi er ekki á ábyrgð þolenda um leið og hvatt er til þess að samfélagið sameinist um að koma í veg fyrir ofbeldi og þá margslungnu þjáningu sem því fylgir.
Ég er einmitt í þannig starfi að ég er aftur og aftur minnt á það hvað ofbeldi af öllu tagi, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt hefur víðtæk áhrif á líf þolenda ekki bara stuttu eftir að það á sér stað heldur til … Lesa meira

Að kunna að þegja

Þeir eru fáir sem mér finnst gott að þegja með, þó koma nokkur andlit upp í hugann, fólk sem hefur róandi áhrif á mig, já svona fólk sem virðist vita meira en við hin, það er gott að þegja með þannig manneskjum. Ég hef oft verið hvött til að sækja Kyrrðardaga í Skálholti enda hafa þeir notið mikilla vinsælda undanfarin ár og fjölmargir fundið þar sálarró, trú og frið. Ég hef hins vegar ekki enn treyst mér, ég er nefnilega svo hrædd um að þögnin verði vandræðaleg þannig að meðvirkni mín muni á endanum rústa því góða starfi sem hefur verið byggt upp á þessum helga stað og hvað ef ég fengi svo bara hláturskast? Einu aðstæðurnar sem ræna mig málgleði eru símtöl, ég er gjörsamlega fáránleg í síma, þeir sem hringja í mig byrja símtölin annað hvort á því að spyrja hvort eitthvað sé að eða hvort þeir séu … Lesa meira