Skip to content

Month: August 2015

Hamingjan er hagkvæm

Það er mikið talað um neikvæða umræðu í íslensku samfélagi, ráðamönnum þjóðarinnar verður sérstaklega tíðrætt um óvægna og ómálefnalega umræðu sem fram fer á samfélagsmiðlum. Það helgast nú kannski að því að umræðan hverfist mest um þeirra störf enda varða þau hag lands og þjóðar. Þær ákvarðanir sem teknar eru á alþingi varða manneskjur af holdi og blóði, þetta eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á heilsu fólks, húsnæðisöryggi, atvinnu, samgöngur, skipulag umhverfis og náttúruvernd svo fátt eitt sé nefnt. Í raun er það útópísk hugmynd að umræðan um ákvarðanir alþingis geti orðið eins og veðrið hér í Eyjafirðinum, alltaf sól og harðalogn. Já það er jafn óraunhæft og halda að maður geti lifað í átakalausu hjónabandi, þegar grundvallarhagsmunir eru annars vegar eru manneskjum eðlislægt að sýna sterkar tilfinningar og takast á, ef við hættum því sem þjóð erum við sennilega öll orðin dofin af þunglyndi og kvíða og sjáum … Lesa meira

Er barnatrúin hættuleg?

Listamaðurinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr gerði barnatrú að umtalsefni í pistli sem birtist í Fréttablaðinu fyrir rúmri viku. Þar segir hann m.a: „Barnatrúin er almennt talin góð. Barnatrúin virðist því vera sú kristilega innræting sem maður fékk sem barn, mismunandi eftir eðli og aðstæðum og sú uppfræðsla sem maður fékk um eðli alheimsins frá fullorðnu fólki í kringum mann. Sumt af þessu er frekar mystískt og varðar guðlega heima á meðan annað er praktískt og snýst um siðfræðileg málefni einsog sannleika, heiðarleika og muninn á réttu og röngu eða góðu og illu. Og oft hefur ótti afgerandi hlutverki að gegna í innrætingunni; ef maður breytir ekki rétt þá gæti Guði misboðið. Allt rangt er synd og það er sama hvað við reynum að fela Guð sér alltaf til okkar og gæti tekið uppá því að refsa okkur. Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengt samfélagi okkar … Lesa meira

Að elska

Í hjónaviðtölum sem eru hluti af starfi prestsins þar sem pör koma til að ræða samskipti sín, erfiðleika og hugsanlegt skipbrot kemur stundum til tals að fólkið sé ekki lengur ástfangið. Það er nú einu sinni þannig að í sálgæslunni er ekki lokað á neinar hugrenningar enda bæði gagnlegt og nauðsynlegt að sem mest af því ósagða heyrist svo hægt sé að kortleggja stöðuna, því slær sálgætir aldrei á orð þeirra sem honum er falið að hlusta á, heldur meðtekur og meltir. Það er ekki langt síðan ég fór að velta fyrir mér þeim vanda að vera ekki ástfanginn eða öllu heldur hvort það teldist í raun vandamál. Það er nefnilega munur á því að vera ástfanginn og að elska. Þegar hjón uppgötva að þau elski ekki lengur hvort annað, þá er mikið farið og erfitt að koma skipinu aftur á flot. Ef maður elskar ekki maka sinn þá er … Lesa meira