Skip to content

Month: May 2019

Edrúmennskan og englarnir

 

 Þá fór djöfullinn frá Jesú .

Og englar komu og þjónuðu honum.

Á þessu sumri verða liðin fjögur ár síðan ég hætti að neyta áfengis. Ég fór ekki í meðferð heldur vaknaði bara upp í skelfingu einn ágústmorgunn að áliðnum slætti með hjartslátt í höfði og vissi að nú væri annaðhvort að duga eða drepast. Ég valdi að duga, sem er besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið. Það er svolítið merkilegt með þessa ákvörðun að hún hefur gríðarleg margfeldisáhrif, í raun miklu meiri heldur en maður hefði að óreyndu nokkurn tíma grunað.

Þegar ég segi að það að hætta að drekka áfengi hafi verið besta ákvörðun lífs míns get ég hæglega fullyrt á sama tíma að hún hafi verið ein sú erfiðasta, ekki þó það að taka ákvörðunina sem slíka, heldur fremur afleiðingum hennar. Á þessum fjórum árum sem liðin eru síðan ég setti tappann í … Lesa meira