Skip to content

Month: March 2024

Hvað er sannleikur?

Það var sannarlega engin La det swinge stemning í kringum umræðuna um úrslitin í söngvakeppni sjónvarpsins á dögunum. Allt í einu voru eldsumbrotin í Grindavík gleymd og eiginlega líka styrjaldirnar í Úkraínu og á Gaza. Allt snerist um hvort brögð hefðu verið í tafli í símakosningunni sem leiddi til þess að Hera Björk með lagið um lofthræðsluna bar sigur úr býtum. Íslenska stórfjölskyldan sem samanstendur af tæplega fjögurhundruð þúsund manns fór í hár saman við eldhúsborð samfélagsmiðlanna. Eins og oft vill verða í „barnmörgum“ fjölskyldum taka einstaklingar að sér ákveðin hlutverk, stundum meðvitað, stundum ómeðvitað. Einhver er í hlutverki hins ábyrga, annar leikur fórnarlambið, svo er það trúðurinn og síðan sá sem nær að etja öllum systkinum saman en stendur einhvern veginn eftir með pálmann í höndunum. Þetta er staðan svona þegar fjölskyldurnar eru það sem kallast vanvirkar sem auðvitað margar fjölskyldur eru þótt þær séu líka góðar. Sumar fjölskyldur … Lesa meira