Skip to content

Month: October 2019

Að læra ást

Ég held að það sé raunverulega hægt að fara í gegnum heila mannsævi án þess að kunna að elska. Það er skelfing vont. Vont getur samt vanist ótrúlega fljótt.

Ég held að það sé raunverulega hægt að ná heilmiklum árangri í lífinu án þess að kunna að elska, að það sé alveg hægt að öðlast starfsframa, eignast fjölskyldu, vera foreldri og jafnvel líta hamingjusamlega út á samfélagsmiðlum, án þess að kunna að elska. Ég held einnig að til séu margir góðir foreldrar, að minnsta kosti mjög vel meinandi foreldrar sem koma börnum sínum til manns þannig að þau njóti hagsældar án þess að hafa nokkurn tíma í raun lært af foreldrum sínum þá list að elska. Að sama skapi held ég að ástæða þess að manneskjan upplifi svo oft djúpstæða óhamingju í lífinu þrátt fyrir að hafa öll sýnileg gæði sé vegna þess að henni hefur ekki verið kennt að … Lesa meira

Veikindaleyfið

„ Ég hef aldrei heyrt um gott hjónaband sem endað hefur með skilnaði“ sagði heimilislæknirinn við mig þegar ég fór til hans að sækja mér vottorð vegna veikindaleyfis sem ég sit núna eins og hvern annan kúrs í háskóla lífsins. Þá höfðum við, ég og læknirinn afgreitt fyrsta mál á dagskrá og gátum undið okkur í næsta og þarnæsta og þar þarnæsta áður en hann hafði lokið við að skrifa út veikindaleyfi og sjúkraþjálfunarbeiðni og ýmislegt fleira sem gott er að hafa til taks þegar „skipið“ er dregið í slipp. Stundum getur bara verið heilmikil hjálp í því að tala við heimilislækninn sinn, einkum ef hann er ekkert sérstaklega takmarkaður og hefur nokkuð ríka tilfinningagreind. Sama má segja um sjúkraþjálfarann, ef hann er þannig manneskja getur hann nýst manni bæði til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar. Allar þær starfsstéttir sem á einhvern hátt koma að heilsu mannsins skarast og oft er … Lesa meira