Skip to content

Month: October 2019

Veikindaleyfið

„ Ég hef aldrei heyrt um gott hjónaband sem endað hefur með skilnaði“ sagði heimilislæknirinn við mig þegar ég fór til hans að sækja mér vottorð vegna veikindaleyfis sem ég sit núna eins og hvern annan kúrs í háskóla lífsins. Þá höfðum við, ég og læknirinn afgreitt fyrsta mál á dagskrá og gátum undið okkur í næsta og þarnæsta og þar þarnæsta áður en hann hafði lokið við að skrifa út veikindaleyfi og sjúkraþjálfunarbeiðni og ýmislegt fleira sem gott er að hafa til taks þegar „skipið“ er dregið í slipp. Stundum getur bara verið heilmikil hjálp í því að tala við heimilislækninn sinn, einkum ef hann er ekkert sérstaklega takmarkaður og hefur nokkuð ríka tilfinningagreind. Sama má segja um sjúkraþjálfarann, ef hann er þannig manneskja getur hann nýst manni bæði til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar. Allar þær starfsstéttir sem á einhvern hátt koma að heilsu mannsins skarast og oft er … Lesa meira