Skip to content

Month: March 2021

Áhrifavaldar

Að vera áhrifavaldur er nýtt hugtak á vinnumarkaði nútímans. Starfið fer að mestu leyti fram á samfélagsmiðlum og eins og ég skil það snýst vinnutilhögun áhrifavalda í því að safna eins mörgum fylgjendum og hægt er og auglýsa svo vörur fyrir ýmis fyrirtæki og verslanir. Þetta er í sjálfu sér bara nýtt form af auglýsingamarkaði þar sem einstaklingar reka sína eigin stofu á Instagram eða Snapchat eða jafnvel Tik Tok þó ég viti raunar lítið um þann miðil. Í dag eru áhrifavaldar samfélagsmiðlana fræga fólkið á síðum dagblaðanna. Í dag heyri ég börnin mín nefna nöfn við kvöldverðarborðið sem ég kannast ekkert við, það eru ekki lengur frægir leikarar, tónlistar eða íþróttafólk sem maður hefur kannski smá möguleika á að þekkja heldur snapchat og Instagram stjörnur og mér líður eins og ég sé miklu meira en miðaldra. Stundum líður mér reyndar eins og ég sé mið-alda en það er önnur … Lesa meira