Skip to content

Month: September 2018

Takk mamma

Ég á aldraða móður sem segir mér oft sömu sögurnar aftur og aftur. Það athyglisverða er að henni tekst alltaf að segja þær aftur og aftur eins og hún sé að segja þær í fyrsta sinn. Pabbi hennar var nákvæmlega eins, fæddur 1901, loftskeytamaður á gömlu fossunum og sigldi í stríðinu, hann sagði manni sömu sögurnar aftur og aftur og alltaf eins og þær væru alveg glænýjar af færibandinu. Ég hitti hann reyndar ekki eins oft og mömmu þannig að í sjálfu sér kom það ekki að sök. Það gerir það heldur ekki með mömmu. Í sumar hóf hún eina af sínum stórbrotnu frásögum af bernskubrekum okkar systkinanna  þegar ég byrjaði eitthvað að ranghvolfa augunum og dæsa, snarþagnaði þá sú gamla, horfði á mig með bland af sársauka og undrun í augum og sagði „viltu frekar að ég sé að tala um hægðir og heyrn á gamalsaldri, gigt og kæfisvefn?“ Lesa meira

Hroki veit á hrun

Ég get ekki annað en talað um hógværðina, hún hreinlega öskrar á mig þessa dagana að fjalla um sig þótt líklegra væri raunar að hún myndi frekar hvísla og segja mér þannig að staldra við og íhuga ráð mitt.

Tengdafaðir minn sálugi var einn hógværasti maður sem ég hef kynnst, ég var mjög lengi að venjast hógværðinni hans í upphafi vega um leið og hann átti oft fullt í fangi með að meðtaka framhleypni mína og ríka tjáningarþörf. Svo þrátt fyrir að virðing og væntumþykja hafi strax einkennt samskipti okkar þá tel ég næsta víst að hann hafi oft dæst yfir mér og minni forvitni og gassagangi meðan ég pirraðist yfir gegndarlausri hógværð hans og lítillæti. Það mátti aldrei hrósa honum og helst ekki spyrja hann um hans hagi, ég aftur á móti flutti honum reglubundar  fréttir af mínu lífi, í fortíð og nútíð þótt aldrei muni ég til þess … Lesa meira

Alltaf von

Við fórum nokkrar vinkonur saman til New York um síðustu helgi að heimsækja sameiginlega vinkonu okkar sem þar býr. Á laugardeginum tókum við stefnuna niður að Ground Zero þar sem tvíburaturnarnir stóðu til 11.september árið 2001 þegar tveimur farþegaþotum var flogið á þá með þeim afleiðingum að þeir hrundu og um 3000 manns létu lífið. Við sem erum komin aðeins yfir tvítugt munum mætavel hvar við vorum stödd þegar sá skelfilegi atburður átti sér stað, mér finnst eins og hann hafi gerst í gær enda skelfing af þeirri stærðargráðu sem tekur mörg ár og áratugi að vinna úr og meðtaka. Stundum finnst mér eins og gjörvallur heimurinn hafi aldrei orðið samur eftir þennan atburð, ég veit mætavel að hann verður aldrei samur hjá þeim sem misstu ástvini þennan örlagaríka dag en í raun er eins og eitthvað hafi líka brostið þarna í sálarlífi alls heimsins. Það væri þó einföldun að … Lesa meira

10 reglur á Facebook

  1. Ef þú hefur ekki húmor þá er líklega betra að vera á Instagram en Facebook.
  2. Ekki taka færslu annarra í gíslingu. Ef þér finnst einhver færsla alveg rosalega fyndin þá er oft nóg að læka eða setja broskall nema þú þekkir viðkomandi það vel að þú getir skotið á hann, vitandi hvar mörkin liggja.
  3. Oft er gott að lesa færslur, alveg til enda.
  4. Ekki tala um eiganda færslunnar í þriðju persónu á hans eigin þræði, það er hrikalega krípí.
  5. Stundum er gott að skoða hvort líkur séu á að eigandi færslunnar muni einhvern tíma eiga samleið með manni í skoðunum áður en lyklaborðið er mundað, stundum veit maður að gildismat er svo ólíkt að rökræður verða bara eins og að klóra sér í exemi.
  6. Stundum má skrolla niður fréttaveitu án þess að kommenta.
  7. Það eru allar líkur á því að þú munir einhvern tíma mæta þeim sem þú ræðir við
Lesa meira