Lesa meira10 reglur á Facebook "/> Skip to content

10 reglur á Facebook

  1. Ef þú hefur ekki húmor þá er líklega betra að vera á Instagram en Facebook.
  2. Ekki taka færslu annarra í gíslingu. Ef þér finnst einhver færsla alveg rosalega fyndin þá er oft nóg að læka eða setja broskall nema þú þekkir viðkomandi það vel að þú getir skotið á hann, vitandi hvar mörkin liggja.
  3. Oft er gott að lesa færslur, alveg til enda.
  4. Ekki tala um eiganda færslunnar í þriðju persónu á hans eigin þræði, það er hrikalega krípí.
  5. Stundum er gott að skoða hvort líkur séu á að eigandi færslunnar muni einhvern tíma eiga samleið með manni í skoðunum áður en lyklaborðið er mundað, stundum veit maður að gildismat er svo ólíkt að rökræður verða bara eins og að klóra sér í exemi.
  6. Stundum má skrolla niður fréttaveitu án þess að kommenta.
  7. Það eru allar líkur á því að þú munir einhvern tíma mæta þeim sem þú ræðir við á Facebook í holdi og blóði, við búum nefnilega á eyju.
  8. Ekki vanda um fyrir öðru fullorðnu fólki á Facebook, það er eins og að lána viðkomandi gyllinæð.
  9. Ekki móðgast ef fólk svarar þér af festu, þýðir nefnilega að það tekur mark á þér.
  10. Láttu þér þykja vænt um fólk áður en þú kommentar, það þýðir að þú getur bæði leyft þér að vera fyndinn og beittur án þess að meiða.
Published inHugleiðingar