Skip to content

Month: October 2020

Í bleikum skugga

Bleiki mánuðurinn hefur verið harla óvenjulegur í ár, raunar hafa allir mánuðir þessa árs verið óvenjulegir af ástæðu sem er okkur öllum kunn. Í ár fellur bleiki mánuðurinn satt best að segja í skuggann af svolitlu sem maður nennir helst ekki að nefna, þó að hin reglubundna söfnun bleiku slaufunnar sé auðvitað á sínum stað, mikið er það framtak sem og fleiri safnanir fyrir krabbameinsfélögin eins og Dömulegir dekurdagar, þakkarvert. Þetta ár hefur raunar verið heltekið af sjúkdómsótta um veröld víða svo að mitt í öllu tilbreytingaleysinu tengdu ónefndri veiru kemur Bleiki mánuðurinn kannski ekkert mjög sterkur inn sem góð tilbreyting. Sjálfsagt eru fáir í miklu stuði til að ræða aðra sjúkdóma. Það er synd því að þrátt fyrir að Bleikur október sé tileinkaður boðflennunni Kröbbu þá hefur hann einmitt verið til þess fallinn að uppörva og styrkja krabbameinssjúka og ástvini þeirra og varpa ljósi á allt það jákvæða sem … Lesa meira

Sorgin fer ekki í sóttkví

Í gær hitti ég konu í miðbæ Akureyrar sem er nýlega búin að missa eiginmann sinn og lífsförunaut til fimmtíu ára. Mikið fannst mér sárt að geta ekki faðmað hana þétt að mér en við kynntumst þegar ég jarðsöng dóttur hennar fyrir fáeinum árum en höfðum ekkert hist frá því að eiginmaður hennar féll frá. Við skiptumst á hlýjum orðum í gær þar sem við stóðum undir berum himni í haustkulinu en kórónuveiruskýin byrgðu nándinni sýn. Seinna um daginn sendi hún mér skilaboð um hvað það hefði glatt hana að sjá mig svona frísklega miðað við það sem á undan væri gengið. Tveim dögum fyrr hafði önnur kona samband við mig en henni kynntist ég einmitt þegar hún missti ungan son sinn og ég kom inn í líf hennar og fjölskyldunnar sem prestur. Þessi kona var bara að skrifa mér til þess að vita hvernig heilsa mín væri.

Tvær syrgjandi … Lesa meira