Skip to content

Month: May 2020

Láttu nú ljósið

Láttu nú ljósið þitt

loga við rúmið mitt

hafðu þar sess og sæti

signaði Jesús mæti.

 

Ég lærði þessa bæn sem lítið barn og hef farið með hana á hverju kvöldi síðan. Fyrst Faðir vor og svo Láttu nú ljósið þitt. Allsgáð og ölvuð, uppnæm og glöð, kvíðin og sorgmædd, alltaf er þessi bæn það síðasta sem fylgir mér inn í svefninn. Þessa dagana er ég í geislameðferð við krabba og í fyrstu geislunum þegar línuhraðallinn snerist í kringum miðsvæði líkamans, miðandi á meinið eins og vel þjálfaður hermaður sveif ég inn í bænina. Allt í einu var ég farin að þylja „ Láttu nú ljósið þitt“ aftur og aftur í hljóði, í friðsælli einveru með Guði og ljósinu hans, böðuð geislum tækninnar, svo þakklát fyrir að eiga trú og bæn í aðstæðum sem ég hef annars enga stjórn á.… Lesa meira

Aldrei of stór til að þiggja hjálp

Ég heiti Hildur Eir og safna óvenjulegum greiningum. Geðkvillinn sem hefur fylgt mér frá unglingsaldri heitir árátta og þráhyggja. Yfir honum hefur hvílt þögn og skömm til þessa dags og einmitt þess vegna ákvað ég fyrir nokkrum árum að skrifa um hann bók, ekki dagbók fyrir sjálfa mig að lesa heldur bók sem var gefin út í nokkur þúsund eintökum og seldist ágætlega í flestum bókabúðum landsins. Gömul vinkona sagði við mig ekki alls fyrir löngu „ Hildur þú hefur nú alltaf haft smá þörf fyrir að ögra“ ég hugsa að þannig hafi ég verið sem unglingur eitthvað fram eftir aldri. Það sem hefur átt sér stað á seinni árum þegar ég hef brotist fram með allskonar yfirlýsingar og efnislýsingar á oft undarlegri lífsreynslu tengist miklu fremur minni eigin forvitni og undrun yfir lífinu og vangetunni til að halda kjafti um það. Mér finnst einhvern veginn að sem samferðamanneskja annarra … Lesa meira