Skip to content

Láttu nú ljósið

Láttu nú ljósið þitt

loga við rúmið mitt

hafðu þar sess og sæti

signaði Jesús mæti.

 

Ég lærði þessa bæn sem lítið barn og hef farið með hana á hverju kvöldi síðan. Fyrst Faðir vor og svo Láttu nú ljósið þitt. Allsgáð og ölvuð, uppnæm og glöð, kvíðin og sorgmædd, alltaf er þessi bæn það síðasta sem fylgir mér inn í svefninn. Þessa dagana er ég í geislameðferð við krabba og í fyrstu geislunum þegar línuhraðallinn snerist í kringum miðsvæði líkamans, miðandi á meinið eins og vel þjálfaður hermaður sveif ég inn í bænina. Allt í einu var ég farin að þylja „ Láttu nú ljósið þitt“ aftur og aftur í hljóði, í friðsælli einveru með Guði og ljósinu hans, böðuð geislum tækninnar, svo þakklát fyrir að eiga trú og bæn í aðstæðum sem ég hef annars enga stjórn á.

Published inHugleiðingar