Skip to content

Month: August 2020

Nokkur sálræn bjargráð á tímum Covid 19

Ég fór allt í einu að hugsa um það í dag í kjölfar frétta um uppgang kórónuveirunnar að þótt ég væri í veikindaleyfi frá störfum mínum sem prestur er ekkert sem segir að ég geti ekki sett niður nokkur bjargráð sem ég myndi án efa gefa viðmælanda sem leitaði til mín  í kirkjuna og hefði áhyggjur af ástandinu. Í raun skiptir ekki máli hvert áhyggju, kvíða eða sorgarefnið er, sálgæsla lýtur jafnan sömu lögmálum, það er að vera til staðar án þess að dæma eða gefa tilfinningum viðmælandans einhvers konar einkunn eða umsögn. Mannlegar tilfinningar og tilfinningaleg viðbrögð eru ekki eitthvað sem telst rétt eða rangt heldur veruleiki sem við verðum að lifa við og læra af. Við getum skoðað tilfinningar, velt þeim svolítið fyrir okkur, speglað þær í reynslu annarra, jafnvel skapað úr þeim list eða þekkingu sem eflir samfélagið og þroskar.

Það eru allskonar tilfinningar í gangi núna … Lesa meira