Elsku sonur, Jesús Kristur,
ég bið til þín
þó ekki sem móðir, heldur manneskja meðal annarra á þessari jörð.
Ég gaf þér líf, þú gafst mér líf.
Í upphafi vorum við eitt,
ég barnshafandi af þér
þú frelsari í mér.
Ég geymi öll þín orð og verk
í hjarta mínu
hugleiði þau eitt af öðru
hnýti þau saman
með anda þínum.
Þú,
nýfæddur
við brjóst mitt,
með augu vitringsins,
vissir allt sem ég vissi
og meira til.
Sál þín
stjarna á himni nætur
Ég bið þig elsku sonur um að
gefa öllum konum þá náð
sem þú forðum veittir mér:
að fæða þig
í heiminn,
ástina, vonina og sannleikann.
Þó með minni þraut
en áður
minni mótspyrnu
minna ofbeldi.
Og körlum,
það hugrekki
sem Jósep sýndi
að vera
mér samferða
án þess að hvika
hika
hræðast,
það gaf þér nefnilega rými
til að fæðast