Ég hef stundum sagt við fermingarkrakkana að ég muni vel hvernig það var að vera unglingur, um leið hef ég mætt fremur tómlegu augnaráði frá þeim því auðvitað sjá þau bara torfkofa og skinnhandrit fyrir sér þegar ég nefni mín sokkabandsár. Og það má kannski til sanns vegar færa því sennilega er meiri munur á unglingsárum mínum og þeirra en allra þeirra kynslóða sem á undan hafa gengið. Það sem skilur á milli minnar kynslóðar og þeirra eru auðvitað snjallsímarnir og samfélagsmiðlarnir og áreitið sem þeim fylgir en líka möguleikarnir, gleymum þeim ekki. Sumir fagaðilar vilja meina að þessi tækni hafi ýtt undir kvíða og þunglyndi meðal unglinga og ég ætla hvorki að rengja það né undirstrika hér enda erum við í raun enn á byrjunarreit í notkun þessarar tækni og ekki útséð með afleiðingar hennar. Eina sem mér dettur í hug er að tilkoma samfélagsmiðlana sé svolítið eins og … Lesa meira
prestur