Skip to content

Category: Pistlar

Trúþrýstingsmælirinn

Mér finnst alltaf svolítið erfitt að svara spurningunni „ertu mjög trúuð?“ Þetta er eiginlega svona klemmuspurning, ef ég svara henni játandi má ætla að ég líti á sjálfa mig sem mjög GÓÐA manneskju og það er eiginlega bara vont  en ef ég  svara henni neitandi þá gæti einhver efast um heilindi mín í preststarfinu að ég sé kannski bara að þiggja opinber laun á fölskum forsendum. Mér finnst betra að svara spurningunni „trúirðu á Jesú Krist?“ Þá er ég nefnilega ekki lengur miðpunktur trúarinnar heldur Jesús sem ég dáist að og er mín helsta fyrirmynd í lífinu. Það hversu mikla trúmanneskju ég tel mig vera skiptir heldur engu máli a.m.k ekki fyrir mannkynið en það er einmitt það sem trúin á að gera, skipta máli fyrir mannkynið. Enn sem komið er hefur ekki verið fundinn upp trúþrýstingsmælir sem nemur andagiftina en miðað við t.d. Bumbubanann þá er þetta ekki svo … Lesa meira

Ósýnilega fólkið

Nú ætla ég að segja mínar skólasögur gall í örverpinu við matborðið svo fjölskyldan snarþagnaði. Ég var orðin þreytt á því að fá ekki orðið og geta ekki sagt krassandi sögur úr skólastarfinu líkt og eldri systkini mín. Þá fannst mér ekki öllu skipta sú blákalda staðreynd að ég væri bara fimm ára og hreint ekkert byrjuð í skóla. Hófst nú æsileg frásögn af honum Malla sem var óþreytandi stríðnispúki og bókstaflega hélt öllum nemendum í heljargreipum og af Nonna skólastjóra sem dró Malla greyið á eyrnasnepplunum inn á skrifstofu, las honum pistilinn og gaf honum einungis tvo valkosti, annað hvort að haga sér eða hypja sig heim. Malli blessaður ákvað að haga sér en Guð má vita hvað það entist lengi. Að frásögn lokinni tók ég vænan bita af soðningunni og horfði hróðug yfir systkinahópinn og foreldra mína enda fannst mér ég loks vera orðinn fullgildur meðlimur þessa borðsamfélags. … Lesa meira

Frelsi ástarinnar

“Frelsi er ekki að vera laus við skuldbindingar, frelsi er hæfileikinn til að velja það sem er okkur fyrir bestu og skuldbindast því ( Paulo Coelho).”

Mikið vildi ég óska að ég hefði samið þessa setningu því betri skilgreiningu á frelsi hef ég varla heyrt nema þá sem lesa má í bók bókanna um að sannleikurinn geri okkur frjáls. En þessi upphafssetningu hér á metsöluhöfundurinn Paulo Coelho og hún er mikill sannleikur.

Í okkar tíðaranda er frelsi gjarnan ranglega skilgreint, það þykir til dæmis vera ákveðin frelsissvipting að ganga í hjónaband.

Steggja og gæsapartý bera þeim hugmyndum oft vitni, þegar tilvonandi brúður eða brúðgumi eru meðhöndluð eins og það sé einmitt enginn morgundagur og við lok slíkra viðburða vona jafnvel sumir að það sé raunin, að það sé enginn morgundagur, en það er annað mál.

Nei, fyrir það fyrsta er frelsi og hjónaband ekki andstæður nema fólk velji að líta … Lesa meira

Að endurfæðast úr netheimum

Ég varð fyrir mjög merkilegri uppgötvun á dögunum, já það má nánast kalla það vitrun. Vitrun er orðið af því að það er það sem fólk verður fyrir í klaustrum, á eyðieyjum og jafnvel í fangelsum. Ég er stödd á Hólum í Hjaltadal í nokkurra daga leyfi við að skrifa bók. Ekki misskilja mig, það er ekkert fangelsi að vera hér, Hólar er yndislegur staður þar sem hin magnaða kirkjusaga drýpur af hverju strái, að vísu er nú jörð þakin snjó þannig að réttara væri að segja að sagan bergmálaði milli fjalla því þau er hér hvernig sem viðrar, jafnt vetur sem sumar. Hólabyrðan er svona eins og ættmóðirin í dalnum enda má segja að dómkirkjan hafi fæðst af henni, byggingarefni kirkjunnar er rauður sandsteinn sóttur úr Byrðunni.

Nema hvað, hér fæ ég að dvelja í dásamlegri íbúð á vegum Guðbrandsstofnunar. Íbúðin er hrein og fín með öllu því nauðsynlegasta … Lesa meira

Ártölin sem þú manst

Að taka niður æviatriði um látið fólk og undirbúa þannig minningarorð með aðstandendum er í senn gefandi og vandasamt. Það eru raunar mikil forréttindi að fá að annast slíka þjónustu ekki síst þar sem hún er mjög menntandi fyrir prestinn. Fyrir manneskju eins og mig sem hafði oft nokkuð takmarkaða einbeitingu í skóla og átti til að sigla þöndum hugseglum inn í dagdraumana er mjög magnað að geta setið með fólki og hlustað á lífssögu ástvinar sem ég aldrei þekkti, án þess að missa úr eitt einasta orð. Ég hugsa að ef öll mín skólaganga hefði byggst upp á því að heyra ævisögur fólks þá hefði ég sennilega endað með a.m.k fimm háskólagráður. Þessar stundir sem eru nokkuð tíðar þar sem ég þjóna stórum söfnuði eru svolítið eins og örnámskeið í alþýðufræðum. Kynslóðin sem er fædd snemma á 20.öld er nú smátt og smátt að kveðja og þetta er fólkið … Lesa meira

Kárahnjúkaprédikun frá árinu 2006

 

Þessi ræða var flutt á Austurvelli eftir Ómarsgönguna í september árið 2006.

Einu sinni var til hús á Hólum í Hjaltadal sem nefnt var Auðunarstofa. Nafnið var dregið af biskupnum Auðunni rauða Þorbergssyni sem lét reisa húsið í biskupstíð sinni á Hólum á fjórtándu öld. Auðunn rauði kom frá Noregi og þegar hann var gerður að biskupi á Hólum lét hann byggja þess timburstofu sem var sú fyrsta og eina sinnar tegundar á Íslandi. Auðunn biskup hafði uppgötvað rautt berg í Hólabyrðunni sem er fjallið sem skýlir staðnum. Sami efniviður og notaður var fjórum öldum síðar í Hóladómkirkjuna sem stendur enn í dag. Auðunn fékk til liðs við sig steinsmið sem sótti grjótið úr hlíðum byrðunnar, flutti heim á sleða og hjó til á staðnum. Lét biskup m.a. útbúa steinofn úr grjótinu sem bar út reykinn og þótti það afar nýstárlegt og merkilegt fyrirbrigði á þeim tíma.

Auðunarstofa stóð … Lesa meira

Hungur

Já hér stend ég í þessari asnalegu jólapeysu og get ekki annað. Málstaðurinn er mikilvægur en með jólapeysuátakinu í ár stendur Barnaheill fyrir fjáröflun til styrktar forvarnarverkefni gegn einelti. Og nú er komið að því að efna loforðið um að messa í jólapeysunni sem er ættuð frá Dublin á Írlandi.

Einelti er einn þráðurinn í samskiptamynstri manna, góðu fréttirnar eru þær að hann er ekki rauði þráðurinn. Rauði þráðurinn er nefnilega kærleikur og þess vegna heldur mannkyn áfram að lifa og dafna. Lífið er í grunninn gott. Eineltið er hins vegar ekki svo langt frá rauða þræðinum, allar mannlegar tilfinningar eru á svo margan hátt samofnar, já rétt eins og myrkrið og ljósið sem er alltaf hlið við hlið, tilbúið að taka við hvort öðru. Jólaguðspjallið fjallar fyrst og síðast um samskipti og tengsl, þar segir frá fæðingu lítils drengs í fjárhúskofa en sá húsakostur var nauðlending þar sem þorpsbúar … Lesa meira

Dæja gamla

Lítil barnshönd læðir sér í lófa gömlu konunnar um leið og dyrnar að Oddeyrargötu 6 leggjast aftur. Ég er 7 ára á leið með Gerði ömmusystur minni niður á Amtsbókasafn, hún heitir Gerður en er kölluð Dæja líkt og miðsystir mín en ég kalla hana líka nöfnu þó hún sé það ekki í raun, þá finnst mér ég  eiga enn meira í henni. Svo kalla ég hana líka Dæju gömlu til aðgreiningar frá systur minni en ég geymi það lýsingarorð fyrir sjálfa mig, Dæja veit að hún er gömul enda komin yfir áttrætt, lítil og grönn með grátt fíngert hár, skarpa andlitsdrætti og augu sem virðast svo agnarlítil í gegnum þykk hornspangagleraugu. Í raun hefur mér alltaf þótt hún Nafna  svipa til Nóbelsskáldsins okkar og þó veit ég ekki til þess að nokkur skyldleiki sé þar á milli. En þó augun hennar Nöfnu virki lítil endurspegla þau stóra sál.

Dæja … Lesa meira

Forvitni gegn einelti

Við fæðumst forvitin. Ég held að það þýði að okkur sé ætlað að vera það. Stundum eru börn mjög óhefluð í forvitni sinni. Margir foreldrar hafa lifað pínlegar stundir í búningsherbergjum sundlauga þar sem barnið hefur t.d. bent og spurt hvort kallinn sé með barn í maganum. Þetta eru svona augnablik þar sem væri vel þegið að jarðskorpan myndi opnast og maður fengi að hverfa í móðurjarðarskaut, nakinn á líkama á sál. Við vitum samt að spurningar sem þessar eru ekki bornar fram af illsku heldur einlægum, óhefluðum áhuga fyrir lífsins undri. Þess vegna þurfum við bara að hjálpa börnunum okkar að stýra forvitninni í góðan farveg, því forvitni er svo mikilvæg, já eiginlega lífsnauðsynleg. Ekki skipta forvitni út fyrir skömm, það eru afleit býtti.
Forvitni er mikilvæg forsenda náinna tengsla, hún skapar nánd hjá fólki sem þarf, velur og vill vera samferða í þessu lífi. Þegar hriktir í stoðum … Lesa meira