Ég átti eitt sinn samtal við bráðskarpa og skelegga konu sem á langt hjónaband að baki og stóran afkomendahóp. Við stóðum frammi fyrir sameiginlegu verkefni en í því verkefni kom fjölskyldulíf okkar beggja til tals „ Æ Hildur ég nenni ekki að vera að tala við fjölmiðla um mitt hjónaband, hvað ætti ég svo sem að segja? Við hjónin höfum bara böðlast þetta áfram eins og öll önnur hjón.“ Orðalagið var mjög í takti við persónuna sem er ákveðin og hreinskilin en líka æðrulaus enda hefur hún hefur reynt það með ótímabærum ástvinamissi að lífið er ekki sjálfsagt. Þegar hún hins vegar orðaði þetta svona með hvatskeytslegum hætti þá sprakk ég úr hlátri þó við hefðum auðvitað verið að ræða grafalvarlegt mál. Síðan þá hefur þessi setning setið eftir í huga mér „ að böðlast áfram.“ Og einhvern veginn þykir mér alltaf meira og meira vænt um hana, hefði hún … Lesa meira
prestur