Skip to content

Author: Hildur Eir Bolladóttir

Fótbolti og messutón

Ég þykist nú oft hafa vit á ýmsum hlutum en ef það er eitthvað sem ég verð af fullu æðruleysi að játa mig sigraða gagnvart þá er það fótbolti. Ég hef nákvæmlega ekkert vit á fótbolta og hingað til engan áhuga heldur. Þó hafa örlögin hagað því þannig til að allt frá frumbernsku hafa þessi seiðandi vallarhróp ómað í eyrum mér. Í gegnum sjónvarpið hljóma þau sem notalegur ölduniður og í minningunni samlagast þau messutóninu á sunnudögum þegar pabbi æfði sig við fótstigna orgelið á efri hæðinni á meðan bróðir minn horfði á enska boltann niður í kjallara. Í dag bý ég svo með þremur karlmönnum sem allir hafa gríðarlegan áhuga á fótbolta þannig að sagan hefur endurtekið sig, ég raula messutónið í sturtunni á sunnudögum og þeir horfa á enska boltann á meðan.
Það hefur stundum verið talað um að fótbolti sé eins konar trúarbrögð, að því leyti sem … Lesa meira

Hamingjan er hagkvæm

Það er mikið talað um neikvæða umræðu í íslensku samfélagi, ráðamönnum þjóðarinnar verður sérstaklega tíðrætt um óvægna og ómálefnalega umræðu sem fram fer á samfélagsmiðlum. Það helgast nú kannski að því að umræðan hverfist mest um þeirra störf enda varða þau hag lands og þjóðar. Þær ákvarðanir sem teknar eru á alþingi varða manneskjur af holdi og blóði, þetta eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á heilsu fólks, húsnæðisöryggi, atvinnu, samgöngur, skipulag umhverfis og náttúruvernd svo fátt eitt sé nefnt. Í raun er það útópísk hugmynd að umræðan um ákvarðanir alþingis geti orðið eins og veðrið hér í Eyjafirðinum, alltaf sól og harðalogn. Já það er jafn óraunhæft og halda að maður geti lifað í átakalausu hjónabandi, þegar grundvallarhagsmunir eru annars vegar eru manneskjum eðlislægt að sýna sterkar tilfinningar og takast á, ef við hættum því sem þjóð erum við sennilega öll orðin dofin af þunglyndi og kvíða og sjáum … Lesa meira

Er barnatrúin hættuleg?

Listamaðurinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr gerði barnatrú að umtalsefni í pistli sem birtist í Fréttablaðinu fyrir rúmri viku. Þar segir hann m.a: „Barnatrúin er almennt talin góð. Barnatrúin virðist því vera sú kristilega innræting sem maður fékk sem barn, mismunandi eftir eðli og aðstæðum og sú uppfræðsla sem maður fékk um eðli alheimsins frá fullorðnu fólki í kringum mann. Sumt af þessu er frekar mystískt og varðar guðlega heima á meðan annað er praktískt og snýst um siðfræðileg málefni einsog sannleika, heiðarleika og muninn á réttu og röngu eða góðu og illu. Og oft hefur ótti afgerandi hlutverki að gegna í innrætingunni; ef maður breytir ekki rétt þá gæti Guði misboðið. Allt rangt er synd og það er sama hvað við reynum að fela Guð sér alltaf til okkar og gæti tekið uppá því að refsa okkur. Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengt samfélagi okkar … Lesa meira

Að elska

Í hjónaviðtölum sem eru hluti af starfi prestsins þar sem pör koma til að ræða samskipti sín, erfiðleika og hugsanlegt skipbrot kemur stundum til tals að fólkið sé ekki lengur ástfangið. Það er nú einu sinni þannig að í sálgæslunni er ekki lokað á neinar hugrenningar enda bæði gagnlegt og nauðsynlegt að sem mest af því ósagða heyrist svo hægt sé að kortleggja stöðuna, því slær sálgætir aldrei á orð þeirra sem honum er falið að hlusta á, heldur meðtekur og meltir. Það er ekki langt síðan ég fór að velta fyrir mér þeim vanda að vera ekki ástfanginn eða öllu heldur hvort það teldist í raun vandamál. Það er nefnilega munur á því að vera ástfanginn og að elska. Þegar hjón uppgötva að þau elski ekki lengur hvort annað, þá er mikið farið og erfitt að koma skipinu aftur á flot. Ef maður elskar ekki maka sinn þá er … Lesa meira

Druslugangan

Druslugangan er magnað fyrirbæri, það er fátt jafn fallegt og þegar fólk sameinast með sín andlit, sérkenni og sögu til þess að segja með og án orða að þrátt fyrir margbreytileikann getum við sameinast um lífgefandi gildi eins og kærleika, réttlæti, virðingu og sanngirni. Gay pride eða Gleðigangan er annað dæmi um slíkan gjörning. Ég hef fylgst svolítið með undirbúningi Druslugöngunnar og lesið nokkra pistla sem fjalla um hana og ástæður hennar, í öllum þessum skrifum eru skilaboðin skýr, ofbeldi er ekki á ábyrgð þolenda um leið og hvatt er til þess að samfélagið sameinist um að koma í veg fyrir ofbeldi og þá margslungnu þjáningu sem því fylgir.
Ég er einmitt í þannig starfi að ég er aftur og aftur minnt á það hvað ofbeldi af öllu tagi, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt hefur víðtæk áhrif á líf þolenda ekki bara stuttu eftir að það á sér stað heldur til … Lesa meira

Að kunna að þegja

Þeir eru fáir sem mér finnst gott að þegja með, þó koma nokkur andlit upp í hugann, fólk sem hefur róandi áhrif á mig, já svona fólk sem virðist vita meira en við hin, það er gott að þegja með þannig manneskjum. Ég hef oft verið hvött til að sækja Kyrrðardaga í Skálholti enda hafa þeir notið mikilla vinsælda undanfarin ár og fjölmargir fundið þar sálarró, trú og frið. Ég hef hins vegar ekki enn treyst mér, ég er nefnilega svo hrædd um að þögnin verði vandræðaleg þannig að meðvirkni mín muni á endanum rústa því góða starfi sem hefur verið byggt upp á þessum helga stað og hvað ef ég fengi svo bara hláturskast? Einu aðstæðurnar sem ræna mig málgleði eru símtöl, ég er gjörsamlega fáránleg í síma, þeir sem hringja í mig byrja símtölin annað hvort á því að spyrja hvort eitthvað sé að eða hvort þeir séu … Lesa meira

Þegar systir mín missti af Dallas

Þegar ég var að slíta barnsskónum heima í Laufási við Eyjafjörð voru veturnir oft  snjóþungir. Ég man daga þar sem við krakkarnir lékum okkur að því að hoppa  af bæjarburstinni ofan í dúnmjúka skafla sem umluku mann líkt og stórir skýjabólstrar. Ég man líka eftir tveggja metra snjógöngum frá íbúðarhúsinu okkar og upp heimreiðina þar sem Citroen bíllinn hans pabba var falinn undir fönn, bíllinn fannst eftir nokkra daga en þá hafði þakið sigið undan snjóþunganum. Á vetrum sem þessum fór rafmagnið stundum af bænum og þannig gat það verið í nokkra sólarhringa, þá voru jólin í mínu hjarta, rafmagnsleysið kallaði nefnilega á kyrrstöðu. Pabbi tók fram prímusinn og eldaði súpu og mamma fann til ullarteppi og leista svo okkur yrði ekki kalt, svo sátum við og spjölluðum. Stundum dró pabbi fram þjóðsögur Jóns Árnasonar og ef hann var í stuði las hann draugasögur með dularfullri röddu, þá skapaðist einhvers … Lesa meira

Kirkjan er ekki krónprinsessa

Árið 2010 tóku ný hjúskaparlög gildi hér á landi sem höfðu m.a. þá mikilvægu breytingu í för með sér að bæði gagnkynja og samkynja pör gátu gengið í hjónaband innan íslensku þjóðkirkjunnar. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessara breytinga sem voru að mínu mati sannkallað heillaskref fyrir íslenska þjóð ásamt því að vera sterk skilaboð til umheimsins. Hjónabandið er því fyrst og síðast sáttmáli tveggja jafningja sem elska og virða hvorn annan og heita því að standa saman í blíðu og stríðu, það er nefnilega svo merkilegt að uppgötva að við elskum fyrst með höfði og hjarta en ekki kynfærum okkar eins dásamleg og þau geta verið sem tjáningarform. Hið svokallaða samviskufrelsi presta til að hafna því að gefa saman samkynja pör í hjónaband eru því að mínu mati óásættanleg skilaboð til þjóðarinnar. Þá skiptir nákvæmlega engu máli hversu margir prestar eru líklegir til að nýta sér þessa … Lesa meira

Sumarleyfis blús

Ég hef komist að því í starfi mínu sem prestur að sumarfrí reyna oft heilmikið á hjónabönd og fjölskyldulíf. Í sumum tilvikum er tilhugsunin um að eyða heilum mánuði saman án rútínu kvíðavænleg og stundum skellur sumarfríið eins og brimalda á fólki svo það hverfur í haf óuppgerðra tilfinninga sem hafa fengið að malla undir yfirborði skammdegisins.

Í fyrsta lagi er  meira en að segja það fyrir upptekið fólk að detta í frí. Margir upplifa eins konar fæðingarþunglyndi þegar rútínu sleppir og dagar afslöppunar og frjálsræðis taka við. Þá verða sumir lasnir af því að þeir hafa loksins tíma til að leyfa sér þann munað að leggjast í hor, aðrir verða í framan eins og þeim hafi borist vondar fréttir og séu um það bil að bresta í grát og enn aðrir verða skapstyggir vegna allra þeirra verka sem er ólokið á heimilinu og verða eitthvað svo áberandi þegar maður … Lesa meira

Gömul djammhandrit

Síðastliðinn sunnudagsmorgunn fór ég fór út að hlaupa vegna þess að ég er alltaf að reyna að taka á lífi mínu áður en ég verð miðaldra og enginn æska eftir til að borga fyrir mig reikninginn. Á hlaupunum mætti ég ungri stúlku sem var sennilega að ganga heim eftir gleðskap næturinnar, háir hælar, úfið hár og abstrakt augnmálning báru því vitni. Þegar við mættumst sá èg að hún horfði á mig með sektarkennd í hjarta og hugsaði ” já fínt þú ert með allt á hreinu, hlaupandi með þitt asnalega buff á sunnudagsmorgni eftir 10 tíma svefn, nýbúin að slafra í þig chiafræjum í morgunmat.” Mig langaði að hlaupa á eftir henni og faðma hana sem hefði að vísu verið ofbeldi með öllum þessum svita og segja henni að í gær hafi èg borðað pasta með tómatsósu í morgunmat, snakk um miðjan daginn og tvær pylsur í brauði í kvöldmatinn, … Lesa meira