Skip to content

Month: July 2016

Takk Ólafur Ragnar!

TAKK Ólafur.
Ég á eina mjög skemmtilega minningu um Ólaf Ragnar sem nú lætur af embætti forseta Íslands eftir 20 ára þjónustu. Það var árið1997, ég var enn í menntaskóla en hafði að sumarstarfi að veita leiðsögn um Hóladómkirkju og bjó þá heima hjá foreldrum mínum. Á Hólahátíð þetta sumar flutti herra Ólafur Ragnar hátíðarræðu hvar hann tjáði sig um siðferðileg álitamál varðandi Decode og gagnagrunn Íslenskrar Erfðargreiningu en það var talsvert hitamál á þeim tíma. Ræðan rataði strax í fjölmiðla og vakti mikla athygli og umræðu. Foreldrar mínir voru vanir að bjóða ræðumönnum heim í mat að kvöldi Hólahátíðar og ég var auðvitað eitthvað að snattast þarna með mömmu, taka af borðum og bera fram veitingar. Allt í einu kemur Ólafur til mín og spyr með lágum rómi hvort ég geti leyft honum að hlusta einhvers staðar á útvarp, hann vildi ná fréttatímanum og heyra hvernig menn leggðu út … Lesa meira