Flestir foreldrar geta verið sammála um það að tíminn þar sem börnin ung og ómálga veikjast sé mjög erfiður og kvíðavekjandi. Það er svo vont að horfa upp á vanlíðan ungbarns og vita ekki hvað amar að, það er á þeim stundum sem maður væri tilbúinn án umhugsunar að skipta við barnið og taka á sig þjáningar þess. Ég minnist þess einmitt sem móðir hvað mér var létt þegar drengirnir mínir voru komnir á þann aldur að geta tjáð sig og ég þurfti ekki lengur að mála skrattann á vegginn í hvert skipti sem þeir fengu smá hitavellu og skældu af vanlíðan.
Í síðasta fermingartíma í kirkjunni gerði ég dálitla könnun þar sem um var að ræða hóp fjörutíu unglinga. Ég bað þau sem ættu auðvelt með að spjalla um íþróttir að rétta upp hönd og er skemmst frá því að segja að næstum allur hópurinn rétti upp hönd. Næst … Lesa meira