1.kafli
Fjörutíu og tveggja. Mamma var fjörutíu og tveggja þegar hún fæddi mig. Allt mitt líf hef ég elt þessa tölu eins og hundur í fjárleit. Í undirmeðvitundinni bærðist einhver vissa um að þegar ég sjálf yrði fjörutíu tveggja ára myndi lífið taka nýja stefnu. Það reyndist sannarlega rétt. Þó óraði mig ekki fyrir með hvaða hætti.
Daginn fyrir fjörutíu og tveggja ára afmælið mitt er mér rennt inn í segulómtæki á sjúkrahúsinu á Akureyri, gamla innilokunarkenndin sem ég hélt að ég hefði yfirstigið fyrir löngu, lætur á sér kræla. Hjúkrunarfræðingurinn býður mér heyrnartól, útvarpið er stillt á Bylgjuna en hávaðinn í tækinu yfirbugar fljótt ofurhressar útvarpsraddir og íslenska dægurtónlist. Þegar slokknar á segulómtækinu er ég færð yfir í sneiðmyndatækið, enginn segir það upphátt, en ég veit auðvitað hvað er að gerast, það er verið að leita að hugsanlegum meinvörpum í líkama mínum.
Við ristilspeglun í endaþarmi fannst æxli sem … Lesa meira