Langalangamma mín tók sitt eigið líf. Hún hét Guðrún, var fædd 9.maí árið 1839 en drukknaði í Köldukvísl á Tjörnesi á miðju sumri árið 1895. Faðir minn, afkomandi hennar minntist aldrei, að mér vitandi, á þessi örlög langömmu sinnar sem honum hlýtur þó eiginlega að hafa verið kunnugt um miðað við hversu fróður hann var um sínar ættir.
Þegar pabbi var á fjórða aldursári eignaðist hann bróður sem lést nokkurra mánaða gamall úr veikindum sem ég hef aldrei fengið frekari útlistun á, líklegast hefur það verið hin svokallaða barnaveiki sem var býsna skæð. Litla drengnum var gefið nafn en ég fæ hvergi staðfestingu á því hvort hann hafi heitið Ingvi eða Ingi en annað hvort nafnið var það. Systir pabba sem er sú eina er eftir lifir af upprunafjölskyldu föður míns segir mér að í raun hafi aldrei verið talað um bróður hennar sem lést í frumbernsku en skuggi sorgarinnar … Lesa meira