Það er stundum sagt að ef maður hafi ekki heilsu þá hafi maður ekki neitt. Ég verð að segja að þessu er ég hjartanlega ósammála. Það er auðvitað þeim sem fyrir verður mikið áfall og sorg að missa heilsuna, ekki síst ef heilsubresturinn er varanlegur, ekki dreg ég dul á þá angist. Þó held ég og þykist vita að manneskjur geti átt mikil lífsgæði og hamingjuríkt líf þrátt fyrir allt, margir kynnast einmitt fyrst eigin styrk, þrautseigju og visku að ég tali nú ekki um djúpstæðum kærleika samferðarfólks og vinarþeli þegar þeir verða fyrir heilsutapi. Margir upplifa frið í æðruleysi sínu. Eins er svo margt sem fólk uppgötvar að það geti sinnt og hafi hæfileika til þegar annað er tekið sökum veikinda.
Hins vegar er ég sannfærð um að það að lifa við stríð, sé nokkuð sem yfirtaki svo líf fólks að það sé mjög erfitt að njóta lífsgæða og … Lesa meira