Skip to content

Month: November 2022

Búddalíkneskið

Ég ætla ekki að hafa mjög mörg orð um sjúkdómssögu mína hér heldur leggja áherslu á annað. En ykkur til upplýsingar get ég þó sagt frá því að ég greindist með endaþarmskrabbamein vorið 2020 og fór í sex vikna geislameðferð á Landspítalanum og töflumeðferð samhlið og eina lyfjainndælingu. Síðan fór ég aftur norður til að gróa sára minna því að geislar á slímhúð í grindarholi og nárasvæði er auðvitað töluverð áskorun sem þurfti góðan tíma til að gróa. Ég tók aftur til starfa um áramót 2021 en í lok mars sama ár greindist ég með meinvarp í lifrinni og undirgekkst þá aðgerð á Landspítalanum þar sem partur af lifrinni er innihélt meinsemdina var skorinn burt og við tók sex mánaða lyfjameðferð hér á Akureyri sem lauk fyrir um ári síðan.

Það sem hins vegar skiptir meira máli að mínu mati að tala um hér í dag eru allir bragðarefirnir sem Lesa meira

Sorgin er ekki sjúkdómur

Í dag höldum við allraheilagramessu hátíðlega en síðustu þrjúhundruð ár eða svo hefur þessi dagur verið helgaður öllum látnum sálum í kristinni kirkju þótt hann eigi sér mun lengri sögu úr kaþólskri trú af því að vera dagur látinna píslarvotta og þar af leiðandi dagur allra þeirra dýrlinga sem ekki eiga sér sérstakan dag í kirkjuárinu. Fyrsti sunnudagur í nóvember mánuði er því sérstaklega helgaður minningu látinna í evangelískri lútherskri kirkju og er það mjög fallegt, merkingarbært og mikilvægt.

Um leið og við hugsum til látinna ástvina og samferðarfólks er eðlilegt að sorgin láti á sér bæra, hún er jú gjaldið sem við greiðum fyrir að eiga ástvini og náin tengsl við dauðlegar verur. Sú manneskja sem kysi að vera alfarið laus undan sársauka sorgarinnar þyrfti jafnframt að velja að eiga alls engin tengsl við menn og dýr á ævigöngu sinni.  Það sem meira er, hún þyrfti líka að velja … Lesa meira