Ég ætla ekki að hafa mjög mörg orð um sjúkdómssögu mína hér heldur leggja áherslu á annað. En ykkur til upplýsingar get ég þó sagt frá því að ég greindist með endaþarmskrabbamein vorið 2020 og fór í sex vikna geislameðferð á Landspítalanum og töflumeðferð samhlið og eina lyfjainndælingu. Síðan fór ég aftur norður til að gróa sára minna því að geislar á slímhúð í grindarholi og nárasvæði er auðvitað töluverð áskorun sem þurfti góðan tíma til að gróa. Ég tók aftur til starfa um áramót 2021 en í lok mars sama ár greindist ég með meinvarp í lifrinni og undirgekkst þá aðgerð á Landspítalanum þar sem partur af lifrinni er innihélt meinsemdina var skorinn burt og við tók sex mánaða lyfjameðferð hér á Akureyri sem lauk fyrir um ári síðan.
Það sem hins vegar skiptir meira máli að mínu mati að tala um hér í dag eru allir bragðarefirnir sem … Lesa meira