Skip to content

Month: April 2023

Áfallahjálpin

Alúð er orð sem hefur orðið mér hugleikið að undanförnu, finnst þér þetta ekki fagurt orð, alúð? Ég man ljóð eftir föður minn þar sem meðal annars segir:

Mikla alúð legg ég

við lítinn garð

að húsabaki:

reit forfeðra minn,

sem bjuggu hér

mann fram af manni.

Ég man föður minn

og aldurhniginn afa

við jarðyrkjustörf

er tóm gafst.

-Ræktaðu garðinn

drengur minn;

þá slær hjartað

og slær rétt-

sagði afi við mig

þar sem hann kraup

og reytti illgresi

úr animónubeði

handan við kjarneplatréð.

Þegar maður les um konurnar sem höfðu fylgt Jesú, syrgðu hann og gengu að gröfinni á páskadagsmorgni til að vita um hann og smyrja hann ilmandi smyrslum þá kemur þetta orð ALÚÐ fyrst upp í hugann. Í huganum opnast gröfin þegar orðið verður að veruleika, þegar alúð er lögð við lífið. „ Hver mun velta stóra steininum frá“ hugsuðu konurnar á leið sinni að gröfinni. … Lesa meira