Í liðinni viku fór ég í mína reglubundnu sneiðmyndatöku og blóðprufu til að skoða hvort krabbamein sem ég var með fyrir tveimur árum væri ekki alveg örugglega á bak og burt. Sem betur virðist svo vera og ég auðvitað alltaf jafn þakklát fyrir góða skoðun. Um leið og ég hef fengið niðurstöðu úr skoðuninni læt ég að sjálfsögðu fjölskyldu mína vita, það er að segja þá fjölskyldu sem býr hér á landi. En síðan læt ég líka aðra fjölskyldu vita sem býr raunar á víð og dreif um heiminn, þó aðallega í Norður Ameríku. Sú fjölskylda hittist dag hvern á internetinu, nánar tiltekið á Facebook, í lokuðum hópi sem telur um þúsund manns.
Hópurinn umræddi samanstendur af fólki sem hefur greinst með sama krabbamein og ég glímdi við en umrætt mein er það sjaldgæft hér á landi að þegar ég greindist fyrst fyrir þremur árum leitaði ég þennan hóp uppi. … Lesa meira