Skip to content

Month: September 2024

Svar við bréfi heilags anda

Ég vaknaði eins og venjulega klukkan sjö að morgni, skreið fram úr, náði mér í kaffibolla og aftur undir sæng, mitt morgunritúal. Tók símann úr hleðslu, skoðaði fréttir morgunsins, kíkti á tölvupóstinn. Þar var allt nokkuð hefðbundið nema eitt bréf frá konu, vel og fallega orðað með spurningu sem hana hafði lengi langaði til að fá svar við. Hún spurði mig sem sagt í þessum góða og hnitmiðaða tölvupósti hvort ég gæti útskýrt fyrir henni í stuttu máli af hverju Jesús hafi dáið á krossinum fyrir okkur og verandi ekki þar einu sinni sjálfviljugur.

Ég tók vænan sopa af kaffinu og hugsaði, uhm er ég að fara að svara þessu? Ætti ég ekki bara að segja henni að við verðum að hittast og spjalla um þetta viðamikla mál. Eða láta eins og ég hafi ekki séð þetta og svara bara hinum  erindunum sem berast mér jafnan, beiðnir um athafnir og … Lesa meira

Hvað er með þessa Þjóðkirkju?

Hvað er þessi Þjóðkirkja yfirhöfuð að gera? Nú þegar haustið stígur léttfætt og litskrúðugt inn í líf okkar þá vaknar safnaðarstarf kirkjunnar úr dvala. Ekki þar fyrir að kirkjan er á vaktinni og í þjónustu allan ársins hring. En yfir sumartímann fara þó margir liðir safnaðarstarfsins í frí enda er kirkjan með puttann á þjóðarpúlsinum og veit að Íslendingar þurfi að njóta útiveru þessa þrjá mánuði sem að grasið grær og blómin anga. Nú fer hins vegar allt á fullt í kirkjum landsins, til sveita, bæja og borga. Það má í raun í segja að frá því ég hóf starf sem prestur fyrir tæpum tuttugu árum hef ég hlustað á fólk, þá aðallega á internetinu óskapast yfir tilveru Þjóðkirkjunnar og þeim fjármunum sem hún hefur yfir að ráða. Sem sagt þátttökugjaldi eða svokölluðu sóknargjaldi skráðra meðlima.

Ég hef sem sagt eins og flestir kollegar starfað undir tortryggni hinnar opinberu umræðu … Lesa meira