“Viltu ekki frekar hest Jesús”
Jakob Sebedeusson,
einn af lærisveinunum hrukkar ennið áhyggjufullur
yfir áformum meistara síns
viltu ekki hest svo fólkið sjái þig betur?
Nei við borgarhliðið er bundinn asni, viltu losa hann og færa mér
við skilum honum á sama stað áður en við neytum kvöldverðarins á loftinu, ef dýrið verður hrætt þá er hér tugga til að gefa og þú hefur hönd til að sefa Jakob.
Það er hádegi og sólin er hátt á lofti. Mikill mannfjöldi hefur safnast saman á torginu og veifar pálmagreinum sem blævængjum í hitanum.
Og þarna kemur hann Jesús ríðandi á asnanum, lotinn í herðum, næstum eins og hann sé að gera sig minni og léttari fyrir dýrið sem lullar hægt en örugglega gegnum hliðið
lærisveinarnir í humátt á eftir.
Lítil stúlka slítur sig lausa frá móður sinni og hleypur á móti þeim
hún klappar dýrinu og horfir stórum brúnum augum á … Lesa meira