„Hefurðu lesið alla Biblíuna?“ Er ein algengasta spurning sem ég hef fengið síðan ég hóf minn prestskap. Á fyrstu metrunum var svar mitt nokkuð loðið „ja svona næstum því“ en í dag er það mjög afdráttarlaust og satt„nei og hef heldur ekki hugsað mér það.“ Að lesa alla Biblíuna bara til þess að geta sagst hafa gert það er eins og að borða sig saddan í fjórtán fermingarveislum án þess rauninni að langa það. Þá er líka best að upplýsa að samlíkingin er ekki alveg úr lausu lofti gripin því undirrituð gerði þetta einmitt á barnsaldri, ekki vegna þess að hún væri svo svöng heldur vegna þess að hún var ekki búin að hugsa gjörninginn til enda og líka vegna þess að pabbi hennar var prestur í litlu samfélagi og þeim því boðið í allar þessar veislur.
Biblían er fjölmenningarsamfélag, hún býður ekki upp á ein algild siðalögmál frekar en … Lesa meira
prestur