Skip to content

Month: January 2016

“Hefurðu lesið alla Biblíuna?”

„Hefurðu lesið alla Biblíuna?“ Er ein algengasta spurning sem ég hef fengið síðan ég hóf minn prestskap. Á fyrstu metrunum var svar mitt nokkuð loðið „ja svona næstum því“ en í dag er það mjög afdráttarlaust og satt„nei og hef heldur ekki hugsað mér það.“ Að lesa alla Biblíuna bara til þess að geta sagst hafa gert það er eins og að borða sig saddan í fjórtán fermingarveislum án þess rauninni að langa það. Þá er líka best að upplýsa að samlíkingin er ekki alveg úr lausu lofti gripin því undirrituð gerði þetta einmitt á barnsaldri, ekki vegna þess að hún væri svo svöng heldur vegna þess að hún var ekki búin að hugsa gjörninginn til enda og líka vegna þess að pabbi hennar var prestur í litlu samfélagi og þeim því boðið í allar þessar veislur.
Biblían er fjölmenningarsamfélag, hún býður ekki upp á ein algild siðalögmál frekar en … Lesa meira

Dæmisaga nútímans

Mörgum hjónaböndum lýkur vegna þess að annar aðilinn eða báðir telja sig ekki lengur elska makann. Þegar frá líður skilnaði undrar fólk sig á því að hamingjan láti á sérstanda svo þegar betur er að gáð kemur í ljós að það var ekki makinn sem svo erfitt var að elska. Auðvitað er hér aðeins dregin upp ein mynd af fjölmörgum þegar kemur að hjónaskilnuðum og stundum er ástæða þeirra mjög augljós og skýr og skilnaður hið eina rétta í stöðunni.
Ég hef alveg upplifað mig óhamingjusama í mínu hjónabandi og velt því fyrir mér hvort ekki væri einhver annar þarna út í veröldinni sem myndi skilja mig betur og styðja með markvissu hrósi og uppörvun að ég tali nú ekki um að gera líf mitt að einu samfelldu ævintýri , já einhver sem væri alltaf að koma mér skemmtilega á óvart.Ég man að ég hugsaði þetta stundum þegar ég var … Lesa meira