Manstu eftir leiknum Frúin í Hamborg? Í dag er sennilega orðið nauðsynlegt að spyrja þeirrar spurningar því nú eru komnar fram kynslóðir sem hafa ef til vill ekki alist upp við þennan leik. Frúin í Hamborg á nú sennilega ekki roð í snjallsímana þegar drepa þarf tímann á ferðum fólks um landið. Þegar ég var stelpa fórum við fjölskyldan stundum í þennan leik á meðan við hossuðumst í Citróenbílnum á holóttum vegum milli landshluta og þannig hjálpaði frúin okkur bæði að stytta ferðina og halda athyglinni frá bílveikinni sem stundum gerði vart við sig í ofurfjöðruðum bílnum. Hann var eiginlega með svo góða fjöðrun þessi bíll að stundum var maður ekki viss hvort setið væri í bíl eða flugvél. Nema hvað, reglurnar í Frúnni í Hamborg voru aðeins fjórar, þú máttir ekki segja já/nei/svart eða hvítt þegar þú varst spurður hvað þú hefðir gert við peningana sem téð frú hefði … Lesa meira
prestur