Skip to content

Month: December 2016

Frúin í Hamborg

Manstu eftir leiknum Frúin í Hamborg? Í dag er sennilega orðið nauðsynlegt að spyrja þeirrar spurningar því nú eru komnar fram kynslóðir sem hafa ef til vill ekki alist upp við þennan leik. Frúin í Hamborg á nú sennilega ekki roð í snjallsímana þegar drepa þarf tímann á ferðum fólks um landið. Þegar ég var stelpa fórum við fjölskyldan stundum í þennan leik á meðan við hossuðumst í Citróenbílnum á holóttum vegum milli landshluta og þannig hjálpaði frúin okkur bæði að stytta ferðina og halda athyglinni frá bílveikinni sem stundum gerði vart við sig í ofurfjöðruðum bílnum. Hann var eiginlega með svo góða fjöðrun þessi bíll að stundum var maður ekki viss hvort setið væri í bíl eða flugvél. Nema hvað, reglurnar í Frúnni í Hamborg voru aðeins fjórar, þú máttir ekki segja já/nei/svart eða hvítt þegar þú varst spurður hvað þú hefðir gert við peningana sem téð frú hefði … Lesa meira

Að vefja lífið reifum

Á liðinni aðventu jarðsöng ég konu sem var mikið náttúrubarn. Hún bjó um tíma í sveit og elskaði þar hverja þúfu og blóm, hvern fífil og fagurklukku, fugl og könguló, fjöll og hóla. Einn fagran sumardag stóð hún út í bæjarlæknum og færði til grjót af þeirri yfirvegun og þrautsegju sem henni var svo eiginleg og þegar hún var spurð hverju það sætti var svarið að hún vildi magna upp niðinn í læknum svo hann bærist inn um svefnherbergisgluggann hennar á morgnana. Hún þráði að vakna við náttúruna vegna þess að náttúran er móðirin sem vefur mannkyn reifum með fegurð sinni og hljóðri ást. Þessi kona var  mikill umhverfisverndarsinni,  því til marks var hún löngu farin að flokka sorp áður en um það varð almenn vitundarvakning hér á landi, þá bjó hún til dýrindis jólagjafir úr endurunnu efni enda hafði hún listrænt auga og var mikil hagleikskona í höndum. Hún … Lesa meira