Þessi páskahugleiðing var skrifuð á föstudaginn langa. Ef til vill finnst einhverjum skrýtið að velja þann dag til að hugleiða lífið og upprisuna en mér finnst það ekki, mér finnst eiginlega enginn dagur á árinu jafn góður til að hugleiða og fagna lífinu eins og föstudagurinn langi.
Í huga mínum er upprisa frelsarans Jesú Krists hin hreina, sanna ást. Ástin getur nefnilega verið hálfgert kamelljón, ástin getur verið grunn og heimsk, eigingjörn og sjálfhverf. Ástin getur líka verið þroskaþjófur þegar hún er hrædd, kvíðin og stjórnsöm. Ástin getur verið óvægin og köld, þegar hún er ekki endurgoldin. Ástin ein og sér sigrar ekki allt, aðeins ást upprisunnar fær sigrað allt og dauðann líka.
Í liðinni viku stóð ég við opna kistu vinkonu minnar sem lést á miðjum aldri úr krabbameini. Við stóðum þarna fjórar yfir henni, ég og dætur hennar þrjár. Um morguninn höfðu þær farið upp í kapellu að … Lesa meira