Ef þér er mikið gefið, þá má lífið ætlast til mikils af þér.
Fólk sem býr yfir miklum hæfileikum og getu til að beina þeim í góðan farveg þarf nauðsynlega að vera auðmjúkt gagnvart almættinu en ekki síst samferðarfólki sínu og samfélaginu sem það tilheyrir. Kári Stefánsson er dæmi um mann sem er mikið gefið, yfirburðarmaður á sínu sviði, mælskur og myndarlegur, púllar gallaskyrtu á sjötugsaldri næstum betur en Thor heitinn Vilhjálmsson eðaltöffari en reyndar bara næstum því og þá er nú mikið sagt. Suma daga, sérstaklega þegar ég er að byrja á túr, finn ég fró í að hlusta á alhæfingar Kára Stefánssonar um menn og málefni, einfaldlega vegna þess að hormónarnir mínir eru í uppnámi og ég svo fegin að einhver skuli nenna að orða líðan mína sem þó er í engu samræmi við þau yndislegu lífsgæði sem ég bý við eða almenna rökhugsun og háttvísi.
En sem … Lesa meira