Skip to content

Month: September 2020

Kvíði, krabbamein og kórónuveira

Þegar ég fór að hugsa um titil á þennan pistil rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Skammstöfunin væri KKK sem er sennilega ein versta skammstöfun sögunnar enda á hún sér uppruna í mikilli grimmd og mannvonsku eins og við flest vitum. Engu að síður hefur þetta ár einkennst af þremur káum í mínu lífi, Kórónuveiru, krabbameini og kvíða. Kvíðinn eða áráttu og þráhyggjuröskunin OCD hefur reyndar verið á nokkru undanhaldi á árinu 2020 sem verður sennilega seint titlað herrans ár í mannkynssögu framtíðarinnar. Og þess vegna er svo skrýtið að viðurkenna að ég hef aldrei í raun verið eins lítið kvíðin og á þessu ári, sem hlýtur að teljast mikið rannsóknarefni út af fyrir sig. Ástvinir mínir sem þekkja mig frá því að ég leit heiminn fyrst hafa haft á orði að þau hafi í rauninni aldrei séð mig í eins góðu jafnvægi og á árinu 2020. Það … Lesa meira