Þegar ég fermdist fyrir sléttum þrjátíu árum voru ekki til neinir samfélagsmiðlar, ekkert Facebook, Instagram, Tik tok eða Snapchat. Þá voru heldur ekki til snjallsímar eða yfirhöfuð farsímar nema bara svona risastórir bílasímar sem að þóttu mikið tækniundur. Þegar ég fermdist var enn hringt úr skífusíma og flett upp í svokölluðum símaskrám. Þegar ég fermdist var öll sjónvarpsdagskrá í rauntíma og fólk þurfti að taka upp á svokallaðar vídeóspólur ef það vildi eiga eitthvað úr sjónvarpinu til að horfa á seinna. Tónlist var spiluð af hljómplötum en geisladiskar voru reyndar að koma sterkir inn á þessum tíma. Í sjónvarpinu voru svokallaðar þulur sem sögðu manni hvað yrði næst á dagskrá. Þegar ég fermdist voru engin Hvalfjarðargöng, maður þurfti að aka allan Hvalfjörðinn á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, það gat verið ótrúlega þreytandi, sérstaklega af því að Hvalfjörðurinn er þannig gerður að manni finnst alltaf eins og maður sé alveg … Lesa meira
prestur