Að elska er stór og margræður veruleiki. Að elska er ekki alltaf það sama og að vera ástfanginn og það þýðir ekki endilega það sama og að vera hamingjusamur. Með öðrum orðum þá getur manneskjan elskað án þess að vera ástfangin eða hamingjusöm þó svo að það fari vissulega oft saman. Að elska er að finna tengingu við aðra manneskju og taka hana inn að hjarta sér, finna til ábyrgðar gagnvart henni og skynja að velferð hennar skiptir þig miklu máli. Að elska aðra manneskju þýðir að hennar gleði er þín gleði og hennar sorgir þínar sorgir. Að elska er það sem við köllum kærleikur, að vera ástfanginn á rómantískan máta getur að sjálfsögðu innifalið þann kærleika sem um er rætt en að elska er samt dýpri veruleiki, það er eitthvað sem getur ekki horfið eins og það að vera ástfanginn. Að elska er að finna til en að elska … Lesa meira
prestur