Jólin nálgast og við prestar þekkjum vel samtöl við syrgjendur í aðdraganda þeirra. Jólin eru eins og fyrsta varðan á ferð um hálendi sorgarinnar. Hálendið er fagurt en stundum einmanalegt og yfirþyrmandi eins og sorgin. Vörðurnar fá okkur til að staldra við og það er gott og nauðsynlegt en líka fjári erfitt. Þegar við göngum í gegnum áföll, ástvinamissi og sorg reynir á allt sem við höfum grundvallað líf okkar á frá fyrstu tíð. Lífsafstaða sem hefur mótast í uppvexti hefur þar mikið að segja. Við ástvinamissi er ekkert til sem getur tekið burt hið sára en lífsafstaða og lærð og reynd bjargráð geta hins vegar haft mikið um það að segja hvernig við förum í gegnum sársaukann. Manneskja sem hefur fram að missi haft jákvæða og vonarríka lífsafstöðu og fundið sig geta treyst á samfélagið í kringum sig er líkleg til að vinna vel úr sorginni þótt sorg hennar … Lesa meira
prestur