Náð er svo fagurt orð. Finnurðu hvað það er mjúkt og hlýtt og huggunarríkt. Móðir mín rifjar reglulega upp þá minningu er hún stóð við eldhúsgluggann á fögrum sumardegi heima í Laufási og ég var fimm ára og lá flötum beinum á grasinu framan við húsið og horfði upp í himininn án þess að bæra á mér. Hún hljóp út að gá að mér, hálf skelkuð og spurði um leið forviða á hvað ég væri eiginlega að horfa, ég sagðist vera að bíða eftir Jesú Kristi er hann myndi brjótast fram úr skýjunum. Ég man þetta svo vel vegna þess að ég stundaði þetta reglulega, á hlýjum sumardögum æsku minnar, að leggjast í grasið, horfa upp í himinninn og hverfa inn í skýin. Þegar ég hugsa um orðið náð fer ég til baka til þessara stunda, umvafin mjúkum skýjum náðar Guðs og umhyggju mömmu. Náðin er mjúk eins og skýjabólstrar … Lesa meira
prestur