Eins og ástin er andstæða haturs er friður andstæða óttans. Á dögunum hitti ég konu sem sagði mér að hún væri nýbúin að fá þær góðu fréttir að krabbamein sem hún hefur barist við undanfarna mánuði sé farið. Eftir að henni bárust þessar fréttir svaf hún meira og minna í heila viku. Hún var ekki lengur skelfingu lostin, taugakerfið slakaði loks á og friður færðist yfir hana. Ég tengdi vissulega við lífsreynslu hennar hafandi fengist við sama sjúkdóm og þekki einmitt þennan himneska frið blandinn óumræðanlegu þakklæti þegar góðar fréttir berast. Þetta er lognið á eftir storminum, það er sko allt annað logn en það sem hefur varað í langan tíma. Ég gleymi því ekki þegar ég var að fá góðar fréttir fyrst eftir mín veikindi hvernig slökunin og friðurinn sem færðist yfir mig kveikti á stórflóði ástarjátninga til barnanna minna og hvernig ég fylltist yfirþyrmandil löngun til að kafffæra … Lesa meira
prestur