Fólki finnst oft vandræðalegt þegar talað er um heilagan anda. Að nefna Guð og Jesú er almennt nokkuð viðurkennt en þegar farið er að tala um að heilagur andi sé á staðnum eða heilagur andi muni leiða ákveðna vegferð eða að heilagur andi hafi verið að verki þegar eitthvað gott á sér stað, þá verða áheyrendur oft hissa og vandræðalegir. Svona eins og þeir bíði eftir að ræðumaður fari að tala tungum og detti í einhvers konar transdans. Það reynir auðvitað alltaf á sjálfsmynd okkar að samþykkja og hvíla í því sem er óáþreifanlegt samanber tilfinningar okkar. Mörg okkar myndu frekar tala opið um kynmök en tilfinningar því þau eru ekki endilega flókin né tengd tilfinningum í huga okkar. Konur virðast eiga auðveldara með að ræða tilfinningar og eru oft á tíðum í betri tengslum við sitt innra líf. Þetta þýðir ekki að þær séu betri en karlar enda fullfærar … Lesa meira
prestur